Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hver borgar fyrir þessi ósköp?

Ég held að það sé morgunljóst að neytendur greiða fyrir svona corporate-óhóf úr eigin vasa, með einum hætti eða öðrum. Það er ágætt að þetta er ekki farið að tíðkast hér á landi.

Fleira var það nú ekki.


mbl.is Nuddaður og klipptur í vinnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökkum Sjálfstæðisflokknum

Sjálfstæðisflokkurinn ætti, að mér finnst, að senda fulltrúa sína til Sierra Leone og Búrkína Faso. Ég er nokkuð viss um að þau ríki myndu færast eilítið ofar á listann ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi að taka aðeins til hendinni þar.


mbl.is Lífskjör best á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

14 milljörðum of hátt

Er þetta ekki fullblóðugt - næsta tilboð fyrir neðan GGE og REI var um 14 milljörðum lægra en þeirra tilboð. Væri ekki sniðugra að gera eitthvað af viti við 14 milljarðana annað en að ausa þeim í Filippseyjar? Mér dettur t.a.m. í hug að hægt hefði verið að lækka orkuverðið hér heima í staðinn sem nemur þessari upphæð. Bara uppástunga.

Húsnæðismarkaðnum handstýrt af jafnaðarmanni

Hljómar þetta ekki ekki dálítið eins og formáli uppskriftar að stórfelldu skipbroti húsnæðismála hér á landi?

Ég hugsa að flestir séu sáttir við að markaðsmálin fái að þróast í takt við óskir seljenda á markaðinum, í stað þess að þau þróist í takt við óskir ungs fólks sem telur sig of fínt til að leigja íbúðir eins og aðrir hafa þurft að gera.


mbl.is Viðfangsefnið er að snúa þróun á húsnæðismarkaði við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL HAMINGJU MEÐ ÞETTA, EYÐSLUSEGGIR

Það hlaut að koma að því að útgjaldastefna ríkisstjórnarinnar biti litla manninn í rassinn. Það þýðir náttúrlega ekki að henda í sífellu peningum út um gluggann og vona bara að innistæðan í bankanum hækki í stað þess að lækka í réttu hlutfalli við eyðsluna.

 

Nú hef ég samt mestar áhyggjur af því að verkalýðsfélögin muni sýna af sér eitthver glapræði í komandi kjaradeilum. Það versta sem gæti komið fyrir okkar litla land væri ef verkafólk og aðrir sem eiga innkomu sína undir kjarasamningum komna fái ríflegar launahækkanir til að "vega upp á móti aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu". Þá fyrst færi allt til fjandans.

Það er nefnilega dálítið eins og fólk eigi erfitt með að skilja að það eiga ekki allir HEIMTINGU á að fá Land Rover upp í hendurnar, sama hvaða atvinnu þeir gegna. Fólk þarf að vinna sig upp í Land Roverinn fyrst.


mbl.is Lánshæfishorfur ríkissjóðs versna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KRÓNUS

...eða Bónan? Mér er alveg sama. Ég á bágt með að sjá það hvaða máli það breytir hafi þessar verslanir á einhvern hátt "brotið lög".

Hér er náttúrlega verið að ræða um tvær matvöruverslanir sem eru LÁGVÖRUVERÐSVERSLANIR. Hvaða máli breytir það í raun og veru fyrir almenna neytendur hvort verðið á mjólkinni sé einni eða tveimur krónum hærra en það gæti verið? Segjum að hver neytandi drekki tvo lítra af mjólk á viku, samtals átta lítra á mánuði. Mismunurinn á því sem hann er að borga og því verði sem hann ætti annars að vera að borga er þá 8-16 krónur á mánuði. Ekki get ég ímyndað mér að svona kostnaðarsamar aðgerðir yfirvalda muni nokkurn tíma koma til með að borga sig, fyrst við erum bara að tala um lágvöruverðsverslanir og ekki um hærri upphæðir í krónum talið.


mbl.is Samkeppniseftirlitið gerir húsleit hjá Bónus og Krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, leiðinlegasti sjónvarpsþáttur í heimi er Spaugstofan.

Eftir að Randver fór nenni ég ekki að horfa á þetta lengur. Hver hefur áhuga á að eyða laugardagskvöldum í að horfa á menn sem vilja heldur halda vinnunni sinni en vinum sínum til tveggja áratuga?
mbl.is Leiðinlegasti sjónvarpsþáttur í heimi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neytendasamtökin fara offari

Oft hefur margt ágætt komið frá Neytendasamtökunum. Í þessu máli fara samtökin þó offari.

Ég sá umræddar auglýsingar og þar stóð alls EKKI að umræddar sjónvarpsstöðvar væru í boði í háskerpu. Neytendasamtökin virðast hreinlega misskilja auglýsingarnar. Líklega er ekki það gáfulegasta í heimi að fara í fjölmiðlana og auglýsa þann misskilning sinn.

Hvers vegna í ósköpunum ætti Síminn að auglýsa sjónvarp í háskerpu, ef ekki er seld háskerpa?


mbl.is Vilja að Neytendastofa skoði auglýsingu um háskerpusjónvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BRUÐL

Hvernig stendur á því að eyða þarf skattpeningum borgaranna í svona mikinn akstur? Ekki get ég ímyndað mér að þessir 5,7 milljónir kílómetrar hafi allir verið nauðsynlegir, hver einn og einasti. Ekki er Ísland nú svo stórt og glæpamennirnir svo víðförulir. Ætli talan hækki ekki heldur mikið við allt umferðareftirlitið? Á hverjum bitnar svo umferðareftirlitið og sektargreiðslurnar helst? Jú, venjulegum borgurum og skattgreiðendum aftur! 

Þetta kalla ég að bruðla með fé skattborgara. 


mbl.is Lögreglan ók rúmar 5,7 milljónir kílómetra á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þingmaður
Þingmaður
Fyrrum þingmaður sem ekki vill láta nafns síns getið.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband