Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.1.2008 | 14:29
R-listinn stimplar sig inn í borgina
Gat verið að einföldustu hlutir færu að vefjast fyrir mönnum um leið og R-listinn (eða BDSM-listinn) komst aftur til valda. Ég man ekki eftir einu einasta bilaða umferðarljósi í þann stutta tíma sem sjálfstæðismenn fengu að stjórna hlutunum í borginni.
Það er í það minnsta merkileg tilviljun.
Bagalegt ástand | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2008 | 09:43
Óeðlilegt að Neytendasamtökin tjái sig um svona mál
Hér eru samtökin að tjá sig um verð á afþreyingarvöru sem getur engan veginn talist nauðsynleg fólkinu í landinu. Hvers vegna í ósköpunum er formaður Neytendasamtakanna að tjá sig um verðlagningu fyrirtækis á vöru sem fólk þarfnast engan veginn? Ég vil minna á það að Neytendasamtökin hljóta fjárframlög frá ríkinu.
Skattpeningar mínir fara í það að fjármagna gagnrýni samtakanna á verðlag á sjónvarpsþáttaraöð!
Vilji fólk leigja íslenskan gamanþátt á hærra verði en annars staðar, verði því þá að góðu. Neytendasamtökin ættu að hafa sig hæg í svona málum og einbeita sér í staðinn að einhverju sem skiptir í raun máli fyrir fólkið í landinu. Verð á íslenskum gamanþætti skiptir hér um bil engu máli í hinu stóra samhengi og kemur þessum blessuðu samtökum ekkert við.
45% dýrara að leigja en kaupa Næturvaktina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2008 | 10:07
Gott að láta reyna á takmörk tjáningarfrelsisins
Ástþór kærir Þórunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2008 | 13:10
Svona menn voru kallaðir hippar fyrir nokkrum árum
Skyndifriðun beitt á Laugavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2007 | 19:36
Og hvað segja afturhaldsseggirnir þá?
Innréttingarnar ekki friðaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2007 | 16:45
Afturhaldssamir Seyðfirðingar
Nú veit ég ekki margt um þetta mál eða hvaða forsendur voru fyrir því að rífa innréttingarnar niður til að byrja með. Hins vegar er ég nokkuð viss um að þær forsendur hafi ekki breyst mikið á þeim stutta tíma sem leið frá því að niðurrifið hófst uns mótvægisaðgerðir græn-Seyðfirðinga hófust.
Nú spyr ég:
Er nóg að bregðast ókvæða við þegar nútíminn knýr dyra og setja honum einfaldlega stólinn fyrir dyrnar?
Ef allir brygðust við á sama hátt og þetta annars ágæta fólk frá Seyðisfirði, hvar værum við þá stödd i virkjunarmálum? Ætli við værum ekki enn að lesa mbl-bloggið við kertaljós og sækja vatnið í lækinn við túnfótinn?
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og ég vara eindregið við því ef þetta er forsmekkurinn af því sem koma skal - borgaralegri óhlýðni og eftirlátssemi stjórnvalda við múgæsingi.
Hætt við niðurrif verslunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2007 | 10:52
Ofurviðbrögð lögreglunnar eru aðeins vegna fingrakveðjunnar
Er einhver munur á því sem þessi "ökufantur" gerði og því sem flestir ökumenn í umferðinni gera?
Að keyra á 20 km. hraða á klukkustund yfir löglegum hámarkshraða er nokkuð sem flestir ef ekki allir ökumenn í umferðinni hafa gert á einhverjum tíma.
Hættan sem skapaðist af umferðarbroti því sem náðist hér á mynd er því jafnmikil og sú hætta sem hefur skapast af athæfi flestra ökumanna í landinu á einhverjum tímapunkti. Þess vegna bregður manni nokkuð að sjá svona hörð viðbrögð hjá lesendum mbl.is við því þegar lögreglan lýsir eftir þessum "ökufanti" opinberlega. Það eina sem þessi ágæti ökumaður gerir, sem er frábrugðið því sem flestir aðrir hafa gert, er að senda lögreglumyndavélinni fingurinn og að hylja ökunúmer sitt um leið.
Nú sér maður mjög oft bíla í umferðinni sem ekki eru með neitt númer á framhliðinni. Ekki verður allt vitlaust yfir því. Ekki auglýsir lögreglan eftir ökumönnum þeirra bíla.
Er þá bannað með lögum að senda myndavélum fingurinn? Eða verður lögreglan kannski bara extra fúl yfir því þegar menn brjóta lög á sama hátt og flestir aðrir, en senda lögreglunni fingurinn um leið? Er það ekki bara málið? Getur einhver bent mér á þau umferðar- eða hegningarlög þar sem stendur að ekki megi senda eftirlitsmyndavélum fingurinn? Eru menn kannski bara aðeins of hörundssárir?
Er ég sá eini sem sér eitthvað skrítið við þau vinnubrögð hjá lögreglunni að lýsa opinberlega eftir manni sem sendi henni fingurinn?
Ökufantur gaf sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2007 | 14:52
Hefur lögreglan ekkert betra að gera?
Jæja. Í fyrsta lagi vil ég nú taka það fram að ég er að sjálfsögðu á móti því að brjóta umferðarreglurnar. Í öðru lagi finnst mér að börn eigi ekki að sitja í framsætinu hjá fullorðnum. Í þriðja lagi finnst mér forkastanlegt að stofna börnum í hættu með hraðakstri fullorðinna. Í fjórða lagi finnst mér óheppilegt að börn læri ósiði fullorðinna og dónaskap.
Þá að efninu: hefur lögreglan ekkert þarfara að gera en að lýsa opinberlega eftir ökumanni bifreiðar sem ekið er gegn rauðu ljósi? Ég frétti til dæmis af innbroti í Salahverfinu í Kópavogi í gærnótt, sem ekki er enn búið að leysa. Hvernig væri að einbeita sér að svoleiðis málum áður en helsti netmiðill landsins er lagður undir leit að ökumanni sem brýtur umferðarlögin og á yfir höfði sér sekt að upphæð 25 þúsund krónur? Í grunninn séð held ég að öllum sé sama þótt nokkrir ökumenn aki yfir á rauðu ljósi, en fæstum er sama um það þegar eignum þeirra er stolið eða gæludýr þeirra myrt.
Huldi númerið og ók of hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2007 | 23:50
Hvernig væri að borga bara reikningana sína í staðinn fyrir að kvarta?
Ég tók eftir því að blogg-kollegar mínir voru búnir að tjá sig hér á undan mér og fussa og sveia yfir innheimtuaðferðum innheimtufyrirtækja hér á landi.
Ég er aldeilis hræddur um að margir einstaklingar hér á landi mættu einbeita sér frekar að því að borga sína reikninga og skuldir í stað þess að kvarta og kveina yfir því að einhver kostnaður skuli fylgja því fyrir skuldunauta þeirra að knýja fram réttar efndir á samningum þeirra á millum. Hafi fólk ekki efni á afborgununum fyrir nýja flatskjáinn á fólk að sjálfsögðu ekki að kaupa sér nýjan flatskjá.
Þetta er oftast ekki sérlega flókið.
Svipt innheimtuleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2007 | 13:08
...og kúnnarnir borga.
Er það þetta sem þjónustugjöldin mín fara í? Ólifnaðar- og óhófsmatarveisla fyrir útvalda starfsmenn Glitnis?
100 starfsmenn Glitnis í mat fyrir 500 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |