Leita í fréttum mbl.is

Afturhaldssamir Seyðfirðingar

Nú veit ég ekki margt um þetta mál eða hvaða forsendur voru fyrir því að rífa innréttingarnar niður til að byrja með. Hins vegar er ég nokkuð viss um að þær forsendur hafi ekki breyst mikið á þeim stutta tíma sem leið frá því að niðurrifið hófst uns mótvægisaðgerðir græn-Seyðfirðinga hófust.

Nú spyr ég:

Er nóg að bregðast ókvæða við þegar nútíminn knýr dyra og setja honum einfaldlega stólinn fyrir dyrnar?

Ef allir brygðust við á sama hátt og þetta annars ágæta fólk frá Seyðisfirði, hvar værum við þá stödd i virkjunarmálum? Ætli við værum ekki enn að lesa mbl-bloggið við kertaljós og sækja vatnið í lækinn við túnfótinn?

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og ég vara eindregið við því ef þetta er forsmekkurinn af því sem koma skal - borgaralegri óhlýðni og eftirlátssemi stjórnvalda við múgæsingi.


mbl.is Hætt við niðurrif verslunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er búið að vinna skemmdarverk. Þú getur verið ánægður.

Jón Halldór Guðmundsson, 10.12.2007 kl. 16:55

2 identicon

Já og ef allir hugsuðu eins og ættum við enga fortíð heldur. Þetta er dálítið annað mál en venjuleg "afturhaldssemi" og "múgæsing".

Gunnar (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 17:03

3 identicon

Ja það væri alltí lagi að nútímin myndi byggja sín eigin hús. Það er óþarfi að fara hamförum til að ná sér í ódýrafermetra. Þar að auki er ómetanleg saga á bakvið þetta hús sem þarf að fara að skjalfesta og svo er óþarft að nefna það að það má nú "flikka" uppá það. Húsið þar að segja.

Guðjón Ingi Eide Sævarsson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 17:05

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hér er enn ein aðförin að hinum dreyfðu byggðum landsins og ljóst að fyrrverandi þingmaður sem er bloggarinn hér, veit ekki hvað búið er að gera á Seyðisfirði vegna uppbyggingu gamalla húsa.

Það er nú einu sinni svo, ágæti fyrrverandi þingmaður, að það eru til fleiri "Bernhöftstorfur" til en bara við Bankastrætið.

Hér eru misvitrir ráðamenn í Reykjavíkurhreppi að fara enn eina ferðina hamförum gegn menningarverðmætum landsbyggðarinnar með það eitt í huga að setja þær upp í sínum hreppi, sér og gestum sínum til yndisauka.

Benedikt V. Warén, 10.12.2007 kl. 17:10

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú er ég að minnsta kosti ánægður með tvennt. Annað að þesssi óhæfuverknaður var stöðvaður og hinn að hér skrifar fyrrverandi þingmaður. Skil vel af hverju hann vill ekki láta nafns síns getið.

Sigurður Þorsteinsson, 10.12.2007 kl. 17:14

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta er ótrúleg skemmdarfísn og vitleysisháttur...þeir voru búnir að lofa gera húsið upp

Einar Bragi Bragason., 10.12.2007 kl. 17:24

7 identicon

Fyndið að þú haldir að þú getir lesið moggablogg við kertaljós,

Olga (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 17:50

8 identicon

Ég held þú ættir ekkert að vera að tjá þig um þetta mál, enda viðurkennirðu í upphafi að vita ekki margt um það né forsendur.

Hrafnkell (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 18:27

9 identicon


Ef engin hefði mótmælt alls kyns niðurrifi, virkjunum og öðru slíku í gegnum tíðina á Íslandi værum við ef til vill ennþá meira menningarlaus, sem þýðir í sálarlaus. Við værum eflaust að öfundast út í önnur ríki sem ættu enn sín menningar og náttúru verðmæti, eins og Normenn með stafkirkjurnar og Grikkir með hofin sín. Hver man ekki eftir því að það átti að virkja Gullfoss???? Guð sé lof fyrir mótmælendurnar þá og ég sit nú og pikka á tölvuna mína í rafljósi.

Hönnuðurinn (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 18:58

10 Smámynd: Þingmaður

Jón Halldór Guðmundsson: þú mátt ekki misskilja mig. Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður þegar skemmdarverk eru unnin.

Kristinn Pétursson: virðingarleysi er mjög gildishlaðið orð. Að sama skapi gæti ég sagt það virðingarleysi hjá mótmælendunum við framfarir að hindra þær á kostnað eignarréttinda þessa húss hérna. 

Gunnar: mér finnst hæpið að staðhæfa að fortíð þjóðarinnar hverfi með niðurrifi gamalla húsa. Heldur lítið væri þannig gert úr glæstri fortíð lands og þjóðar.

Guðjón Ingi Eide Sævarsson: það er ekki hægt að líta á nútímann og fortíðina sem tvo andstæðinga. Nútíminn og fortíðin eru rekkjunautar  jafnt sem nágrannar.

Benedikt V. Warén: ég skil ómögulega hvað þú átt við með að ráðamenn Reykjavíkurhrepps steli verðmætum frá landsbyggðinni til að færa þær í sína eigin byggð sér og gestum sínum til yndisauka. Hvaða dæmi eru þar um? Aukinheldur: er ekki skynsamlegra að leyfa fleirum en fáum að njóta menningarverðmætanna? Er ekki viss eigingirni fólgin í öðru - fyrst um er að ræða þjóðargersemar á borð við Bernhöftstorfur, eins og þú lýsir sjálfur svo fjálglega?

Sigurður Þorsteinsson: þótt við deilum ekki sömu skoðunum um morknar innréttingar á Seyðisfirði réttlætir það ekki slíkan dónaskap sem þú hefur sýnt hér. Væri ég þú myndi ég frekar skrifa undir nafnleysi. Það hæfir mönnum eins og þér sennilega betur.

Einar Bragi Bragason: ég tek það hér aftur fram: ég þekki ekki allar staðreyndir eða forsögu þessa gjörninga á Seyðisfirði, né hvaða loforð höfðu verið gefin vegna hússins.

Olga: þú ert líklega skýr stúlka.

Hrafnkell: smáar athugasemdir sýna smáan hug þess sem skrifar þær.

Hönnuðurinn: heldur fast þykir mér að orði kveðið að lýsa 100 ára gömlum húsgagnainnréttingum við Meyjahofið og Gullfoss, sem og baráttu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur við baráttu Seyðfirðinga við þá verkamenn sem falið var að færa innréttingarnar á Seyðisfirði til.

Þingmaður, 10.12.2007 kl. 19:28

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ég nenni ekki að elta ólar við illa upplýstan fyrrverandi þingmann í felum, en ég nefni Viðeyjartaflið sem á heima á Norðfirði, Valþjófsstaðahurðin sem á heima á Fljótsdalshérði ásamt Miðhúsasilfrinu og beinagrind fornmanns úr Skriðdal.  Fleira get ég nefnt, en þetta nægir. 

Lestu þig til um fornminjar á Þjóðminjasafninu í einni af þínum mörgu ferðum þangað og sjáðu hvaðan margar minjarnar koma. 

Við Íslendingar erum uppnumdir af því þegar hlutum er skilað erlendis frá til Íslands (handritin og fornmunir), það sama ætti að gilda um fornmuni af landsbyggðinni.  Það væri liður í menningartengdri ferðaþjónustu hjá fólkinu landsbyggðinni.  Þú mannst, það er fólkið sem býr austan Ártúnsbrekku.   

Benedikt V. Warén, 10.12.2007 kl. 21:15

12 Smámynd: Þingmaður

 

Benedikt V. Warén: gott og vel. Þetta eru sennilega allt saman þjóðargersemar, enda ekki oft sem finnast fornmenn hér á landi. Ertu að tala um beinagrind þess sama fornmanns og krotaði myndir af stríði steinaldarmanna við mammúta á hellisvegginn forðum daga?

Hvað sem því líður svaraðir þú hins vegar ekki spurningu minni: er ekki viss eigingirni fólgin í því að geyma Valþjófsstaðahurðina í Fljótsdalnum og Miðhúsasilfrið á bak við hana? Geta ekki fleiri notið þessara þjóðargersema í Þjóðminjasafninu, þar sem þeir þurfa ekki að sigla yfir Lagarfljótið til að fá barið þessa fjársjóði augum?

Ef EKKI, væri þá ekki alveg eins rökrétt framhald að geyma öll þau handrit sem fundist hafa í sérhverri moldarholu hér á landi síðan á landnámsöld, ofan í sömu holum og þær fundust svo að bændurnir sem geyma þau fái grætt smá aur á þeim?

Þingmaður, 10.12.2007 kl. 21:34

13 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Þingmaður hefur lög að mæla eins og aðrir þingmenn. Tökum kútterinn í nefið, gerum skó úr handritunum. Nútíminn hefur kveðið dyra!

Guðmundur Benediktsson, 10.12.2007 kl. 21:42

14 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvernig væri að snúa spurningunni við.  Er ekki frekja og yfirgangur að vilja gína yfir öllum fornminjum á einum stað í Reykjavíkurhreppi?

Spurt er:

"Er ekki viss eigingirni fólgin í öðru - fyrst um er að ræða þjóðargersemar á borð við Bernhöftstorfur, eins og þú lýsir sjálfur svo fjálglega?"

Svar: Nei, - því það hefur aldrei þótt góð latína að hafa öll eggin í sömu körfunni.

Verst að þú skulir ekki skilja að það eru fleiri merkileg hús til á Íslandi en Bernhöftstorfan, nefni hús í Stykkislhómi, Ísafirði, Siglufirði, Seyðisfirði.  Mörg falleg hús finnast miklu víðar en hér er upp talið.

Ef þú hefur áhuga, getur þú flett sjálfur upp hvaða hús eru merkileg á hverjum stað fyrir sig, enda ertu sennilega á launum hjá mér hvort eð er, ef titill þinn er ekki bull.

Benedikt V. Warén, 10.12.2007 kl. 21:53

15 identicon

Ég ætla ekki að vera leiðinlegur. En þú segir að nútíð og fortíð séu rekkjunautar. Já. kanski í því samhengi það sem er nú verður seinna þá.  En ég túlka nútíð og þátíð einsog svart og hvítt. Og svo þetta með virkjanamálin. Þá er nú verið að virkja á Seyðisfirði. Þú hugsar kannski næsta skref að kaupa upp alla kofana og jafna þá niður, setja fínt gámaplan, kanski vöruhótel og geymslusvæði. Ég spyr hvar vilja menn draga þessa fínu línu þegar er talað um að "nútíminn knýr á dyr".  Hugsið ykkur ef menn hefðu verið róttækir í kringum Reykholt. Snorralaug hefði verið plöstuð og sett hefði verið upp nuddstútar. Bara svona fyrst að nútíminn bankaði uppá. En kannski er það afturhaldssemi eða durgsháttur að vilja doka við og hugsa áður en er framkvæmd. En það virðist ekki vera í takt við tíman. Ég vill meina það að menn eru oft á tíðum farnir að framkvæma áður en þeir hugsa. Og með skelfilegum afleiðingum sem getur haft áhrif á þjóðargersemar. Sem við kannski áttum okkur ekki á í dag en kannski þegar það er orðið of seint.

Guðjón Ingi Eide Sævarsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 00:07

16 Smámynd: Þingmaður

Benedikt: nú ert þú farinn að tala um egg, en ekki íbúafjölda í réttu hlutfalli við þjóðargersemar á hverjum stað. Þetta tengist málinu ekkert.

Að sjálfsögðu eru fleiri merkileg hús til en í Reykjavík. Það er hins vegar verst að flest þau hús sem landsbyggðarfólki þykir merkileg eru byggð og/eða fjármögnuð á einn eða annan hátt af Dönum og eru því fyrst og fremst minnisvarði um ok og ánauð þjóðarinnar hér áður. Finnst mér þá frekar Kringlan og Smáralind merkilegri, enda þótt þær séu ekki maðkétnar og að hruni komnar. Þær eru í það minnsta til marks um framfarir, dug og þor.

Þingmaður, 11.12.2007 kl. 09:59

17 identicon

Ætli sé ekki bara best að flytja öll söfn til Kína þar sem flestir geta notið þeirra?

Jón Kolbeinn (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 10:14

18 Smámynd: Benedikt V. Warén

Því meira sem ég les af því sem fv. þingmaður skrifar, þeim mun betur skil ég að hann skuli vera fv. þingmaður.

Benedikt V. Warén, 11.12.2007 kl. 12:30

19 Smámynd: Þingmaður

Benedikt: þetta er dæmigert svar fyrir mann sem er rökþrota.

Þingmaður, 11.12.2007 kl. 13:50

20 Smámynd: Benedikt V. Warén

fv. þingmaður skrifar:

"Benedikt: nú ert þú farinn að tala um egg, en ekki íbúafjölda í réttu hlutfalli við þjóðargersemar á hverjum stað. Þetta tengist málinu ekkert."

Getur maður annað en verið rökþrota gegn svona mannvitsbrekku??

Benedikt V. Warén, 11.12.2007 kl. 16:23

21 Smámynd: Þingmaður

Benedikt V Warén: oft er gaman að eiga síðasta orðið. Það er hins vegar hreint yndislegt að eiga síðasta orðið í rökræðum við afturhaldsseggi eins og þig.

Þér til uppfræðslu vil ég benda þér á færslu mína hér að ofan, en nú hefur komið í ljós að innréttingarnar voru heldur minna merkilegar en Valþjófsstaðahurðin þín. Þær eru að líkindum jafnmikils virði og eldhúsinnréttingar frá IKEA. Ætli væri þá ekki bara best að senda þær í Fljótsdalinn?

Þingmaður, 11.12.2007 kl. 20:36

22 identicon

þetta er týpískt fyrir blogg "fyrrverandi þingmanns". Veit ekkert um hvað hann talar frekar en vanalega og tengir ólíklegustu hluti saman til að reyna að setja sig á háan hest. Inréttingar og virkjanaframkvæmdir? :)

kannski væri ráð að breyta nafninu á blogginu úr "fyrrverandi þingmaður" í tjah "kjáni"?

Ekki Þingmaður (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þingmaður
Þingmaður
Fyrrum þingmaður sem ekki vill láta nafns síns getið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband