Leita í fréttum mbl.is

Ofurviðbrögð lögreglunnar eru aðeins vegna fingrakveðjunnar

Er einhver munur á því sem þessi "ökufantur" gerði og því sem flestir ökumenn í umferðinni gera?

Að keyra á 20 km. hraða á klukkustund yfir löglegum hámarkshraða er nokkuð sem flestir ef ekki allir ökumenn í umferðinni hafa gert á einhverjum tíma.

Hættan sem skapaðist af umferðarbroti því sem náðist hér á mynd er því jafnmikil og sú hætta sem hefur skapast af athæfi flestra ökumanna í landinu á einhverjum tímapunkti. Þess vegna bregður manni nokkuð að sjá svona hörð viðbrögð hjá lesendum mbl.is við því þegar lögreglan lýsir eftir þessum "ökufanti" opinberlega. Það eina sem þessi ágæti ökumaður gerir, sem er frábrugðið því sem flestir aðrir hafa gert, er að senda lögreglumyndavélinni fingurinn og að hylja ökunúmer sitt um leið.

Nú sér maður mjög oft bíla í umferðinni sem ekki eru með neitt númer á framhliðinni. Ekki verður allt vitlaust yfir því. Ekki auglýsir lögreglan eftir ökumönnum þeirra bíla.

Er þá bannað með lögum að senda myndavélum fingurinn? Eða verður lögreglan kannski bara extra fúl yfir því þegar menn brjóta lög á sama hátt og flestir aðrir, en senda lögreglunni fingurinn um leið? Er það ekki bara málið? Getur einhver bent mér á þau umferðar- eða hegningarlög þar sem stendur að ekki megi senda eftirlitsmyndavélum fingurinn? Eru menn kannski bara aðeins of hörundssárir?

Er ég sá eini sem sér eitthvað skrítið við þau vinnubrögð hjá lögreglunni að lýsa opinberlega eftir manni sem sendi henni fingurinn?


mbl.is Ökufantur gaf sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þú yrðir kannski stoltur af því að sonur þinn sæti í framsæti hjá manni sem ber ekki meyri virðingu fyrir lögunum en þessi aðili ? Ef svo er þá vorkenni ég þér og vona sannarlega að þú eignist ekki börn

Kristberg Snjólfsson, 6.12.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: Grisemor

Líkast til eru viðbrögð löggunar byggð fyrst og fremst á spælingu vegna fingursins og þess að geta ekki lesið númeraplötuna. Slæmt að lesendur MBL séu svona meðvirkir í eftirlitsþjóðfélagi stóra bróður.

Grisemor, 6.12.2007 kl. 11:03

3 identicon

Er ég sá eini sem sér eitthvað skrítið við þau vinnubrögð hjá lögreglunni að lýsa opinberlega eftir manni sem sendi henni fingurinn?

Aldeilis ekki, hjartanlega sammála þér, set t.a.m. stórt spurningamerki við að aðili í þjónustu þegna þessa lands nefni einstaka borgara nöfnum líkt og gert er í þessu tilfelli.  Tel það ekki til eftirbreytni og síst skárra en að senda myndavél handarkveðju.  Spurning hvort teldist lakara í uppeldislegu tilliti og sem fordæmi?

Friðrik (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 11:17

4 Smámynd: Þingmaður

Kristberg: þú ert eitthvað að misskilja, eða bara ekki að skilja.

Það er enginn að tala um uppeldissjónarmið hérna. Það sem er eðlilegt er að setja spurningamerki við er það að lögreglan skuli fara út í svona aðferðir við að hafa uppi á manni sem er að brjóta lögin á nákvæmlega sama hátt og nokkur hundruð manns gera á hverjum degi - að því er virðist bara vegna þess að hann sendir myndavél fingurinn um leið. Það að barn situr við hlið hans um leið kemur málinu bara nákvæmlega ekkert við, þar sem lögreglan á bara að taka á lögbrotum og engu öðru. Lögreglan á bara alls ekkert með það að veita fólki ráðgjöf við æskilegar eða óæskilegar uppeldisaðferðir, ekki frekar en að það er í hennar verkahring að leiðrétta laka stafsetningu hjá mönnum sem tjá sig á netinu - ella þyrftir þú sjálfur eflaust að fara að líta um öxl.

Þingmaður, 6.12.2007 kl. 11:28

5 identicon

Ég er ekki lögfræðingur, en ég held að það sé eitthvað til í lögum sem heitir "einbeittur brotavilji".  Það er amk til í fréttum um sum afbrot ...   ég skil það þannig að lögreglan vilji heldur grípa þá sem ásetja sér að brjóta lögin, t.d. með því að fela bílnúmerið og keyra vísvitandi yfir löglegum hraða fram hjá hraðamyndavél en þá sem slysast yfir mörkin. En athugið það að þó svo að lögreglan leggi áherslu á það að ná þessum manni, þá er það dómskerfið sem ákveður refsingu - óháð lögreglunni. Þannig að við eigum enn eitthvað í land með það að búa í lögregluríki, jafnvel þó mynd af einum ökufanti birtist í Mogganum!

Ágústa Loftsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 11:30

6 Smámynd: Riddarinn

Ég leyfi mér að reka l..........(ubbs)  í bloggið hans Kristbergs því þetta eru útúrsnúningar á því sem bloggarinn spurði og það er ansi allgengt að nota börnin til þess að ná höggstað á fólki í málefnum sem þessum, auðvitað ekki til fyrirmyndar og langt frá þvi það sem þessi bílstjóri gerði en varla svo mikill glæpur eins og sumir eru að gefa í skyn,að kasta steinum úr glerhúsi kallast þetta á mínum bæ.

Hann vonar að þú bloggari eignist ekki börn ef þér dytti í hug að gera svona fyrir framan barnið þitt, þetta er sem sagt næg ástæða til þess að útskurða manneskju óhæfa sem foreldri Kristberg ?????

Ég hef séð margfallt verri framkomu hjá foreldrum og ekki einu sinni barnavernd hefur gert nokkuð í því þó það hafi verið kært og á ég þá við ofbeldi og mjög ljóta hegðun sem ég myndi ekki gera mínum versta óvin, hvað þá barni.Kristberg, þú ættir að eiða orkunni í allvarlegri mál en þetta ef þér er umhugað um ungviði landsins.Það er af nægum málefnum að taka sem margir yrðu þér þakklátir fyrir að leggja lóð þín á vogarskálirnar.

Og ég er faðir líka og er sagður mjög góður faðir í þokkabót en ég myndi ekki hafa svona fyrir framan barnið mitt, en fólk er ekki réttdræpt fyrir svona lagað, ýkt viðbrögð og bjánalegt að láta svona út úr sér, en þitt álit engu að síður.

Kristberg. hefur þú t.d. aldrei misst út úr þér blótsyrði  fyrir framan börnin þín? Neiiiiii varla svo ófullkominn, enda ættir þú varla að hafa börn ef það hefði gerst,Sammála?

Riddarinn , 6.12.2007 kl. 11:36

7 identicon

hárrétt hjá Lovísu..

... (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 12:05

8 identicon

Í fyrsta lagi þá kemur hvergi fram að lögreglan hafi sent tilkynningu í blöðin, heldur birt þessa tilkynningu á lögregluvefnum eins og kemur fram í meðfylgjandi frétt og blöðin tekið tilkynninguna þaðan.

Í öðru lagi var maðurinn ekki kallaður nöfnum í tilkynningu lögreglunnar, heldur sagði að lýst væri eftir ökumanni.

Í þriðja lagi við spurningunni hvort að lögreglan hafi ekkert betra að gera þá bendi ég á að sérstök deild innan lögreglunnar heitir umferðardeild ... og nei hún hefur ekkert betra að gera en að sinna umferðarlagabrotum, sem er einmitt hlutverk hennar.

Í fjórða lagi, ef að viðkomandi hefði ekki hulið skráningarnúmer bifreiðarinnar þá hefði honum eins og öðrum sem brjóta umferðarlögin og NÁST verið sent sektarboð í pósti ásamt afriti af myndinni. En viðkomandi sýnir einmitt af sér einbeittan brotavilja að hylja númerin. Við það kviknar sú spurning átti þá bara að sleppa manninum við sekt vegna þessa eða leita leiða til að upplýsa hver maðurinn er svo hægt sé að sekta hann.

Í fimmta lagi, þó svo að margir aki á þessum hraða þá gerir það háttsemina ekki lögmæta. Á að líta framhjá lögum vegna þess að sumum þyki þau ómerkileg, lítilfjörleg og allir brjóta þau hvort sem er? Og hver á þá að meta hvaða brot falla í þann flokk? Á löggæsla og dómsvald að vera matskennt atriði og fara eftir því sem hverjum finnst hverju sinni óháð því hvað lög segja.

Í sjötta lagi, þá á ég von á því að lögreglan verði fyrir mun meiri svívirðingum við sín störf á hverjum degi en að vera sýndur fingurinn og að ætla sér að það sé ástæðan fyrir því að lýst er eftir manninum sýnir smásálarhátt og hugsun þeirra sem því halda fram.

Guðrún (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 13:02

9 identicon

vinnubrögð lögreglunar í þessu máli eru kannski aðeins harkalegri en gjörningurinn gefur til kynna, en mér finnst á þér þingmaður að ekkert eigi að gera við þessu umferðalagabroti þar sem allir aðrir geri það, er þetta rétt skilið .þá er sp á þá kynferðisbrotamaður að sleppa við refsingu á þeirri forsendu að þeir eru svo margir sem gera þetta...

Jónína (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 13:03

10 Smámynd: Þingmaður

Guðrún: Auðvitað á ekki að sleppa því að sekta fólk fyrir lögbrot, enda þótt margir stundi þau. Það eru hins vegar mjög margir sem fá tekna mynd af sér í þessum myndavélum sem ekki eru með bílnúmer framan á bílnum sínum. Ekki sér maður mynd af þeim á vefnum, enda þótt brot þeirra séu samsvarandi þessu hér. Kannski er það vegna þess að þeir gefa ekki lögreglunni fingurinn um leið.

Jónína: Nei. Það er ekki rétt skilið hjá þér. Ég skil ekki alveg hvernig þú gast lesið það úr skrifum mínum.

Þingmaður, 6.12.2007 kl. 13:07

11 identicon

Ég er mjög óssammála Ágústu og þingamanninum. Og svo finnst mér komment GUðrúnar asanalegt og skrítið að vera með töluskippti á einhverju svona löngu og asnalega út úr kúv við allt ALLT sem kom fram hjá þingmanni og er í greininni og hjá löggunni, og er þar greinilega. Málið er SKÍTEINFALT. Auðvitað á að stoppa menn þegar þeir keyra of hratt og eru að fela sig og fokka í öðrum, og það næst ekki að stoppa þá þá á að elta þá, og ef ekki elta þá þá er ekkert hækt að gera og þingmaðurinn getur þá stoppað, en afhverju gerir hann það ekkI??

Makeshow (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 14:21

12 identicon

Já, þarna er greinilega mjög alvarlegt mál á ferðinni.  Í fyrsta lagi stríðir maðurinn lögreglunni.  Það er mjög alvarlegt.  Í öðru lagi stríðir hann lögreglunni í viðurvist barns og getur með því móti orðið til þess að barnið telji lögregluna hlægilega. 

Ætli hver mannsbarn sé ekki löngu búið að sjá að lögreglan er einfær um að gera sig hlægilega.  Hafa ekki lögreglustjórar jafnt sem óbreyttir lögreglumenn keppst við að sýna fram á það.  Var ekki sýslumaðurinn á Selfossi í sumar að segja að lögregla hefði valið að setja þvaglegg upp í konu í stað þess að setja hann í barn sem hún hefði keyrt á.  Sonur minn spurði:  "Hvaða barn var keyrt á og hvers vegna vildi löggan ekki láta lækna barnið frekar en konuna?  Og hver getur gleymt ungu löggunni sem vildi ræða við mótorhjólamanninn og taldi eðlilegt að stoppa hann með því að keyra framan á hann.

Nei, löggan en einfær um að gera sjálfa sig hlægilega.  Og það gerði hún enn einu sinni með þessari myndbirtinu og sífelldum uppslætti í fjölmiðlum um verkefni sín.  Eða hvaða stétt önnur lekur því í fjölmiðla ef hún þarf að vinna vinnuna sína. 

Malakauskas (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þingmaður
Þingmaður
Fyrrum þingmaður sem ekki vill láta nafns síns getið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband