Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2008

Dćmigert fyrir lögregluna

Alveg gat mađur sagt sér ţađ sjálfur ađ lögreglan vćri of upptekin viđ ađ sekta fólk fyrir ađ leggja ólöglega til ţess ađ koma fólki til ađstođar sem ţarfnađist virkilega hjálpar hennar.

Hefur ţessi stađa komiđ upp oftar en einu sinni hjá a.m.k. tveimur nánum ćttingjum mínum. Ţegar fólk neyđist til ađ brjóta umferđarlög af einhverjum ástćđum er lögreglan hins vegar strax komin á stađinn og búin ađ skella andlitinu á fólki á forsíđu mbl.is. ŢÁ STENDUR EKKI Á VIĐBRÖGĐUNUM!

Getur veriđ ađ lögreglan láti sig varđa slík smávćgileg umferđarlagabrot vegna ţess ađ fyrir brot á ţeim má krefja ökumenn um sektir sem renna beint til sveitarfélagsins? Og ađ hún láti sig litilu varđa brot á almennum hegningarlögum og sérrefsilögum vegna ţess ađ sektir vegna brota á slíkum lagabálkum renna til ríkissjóđs?

Hér ţarf ađ breyta um áherslur og ţađ strax. Ţađ sjá allir sem vilja sjá.


mbl.is Barđi vagninn ađ utan og jós svívirđingum yfir bílstjórann
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţar hafiđ ţiđ ţađ, reykingafólk

Ég vísa til fyrri skrifa minna um reykingar á skemmtistöđum. Mér sýnist 72% ţjóđarinnar vera sammála mér um ţađ ađ reykingar ćttu ađ vera gerđar útlćgar af öllum opinberum stöđum, sama hvort um sérstakan reykingakamar er ađ rćđa eđa sjálft veitingarýmiđ.

 


mbl.is Ánćgja međ reykingabann á veitingahúsum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hver er munurinn á ţessu og reykherbergi?

Ég bara spyr, af ţví ađ ég hélt ađ sérstök reykherbergi vćru óheimil LÖGUM samkvćmt.
mbl.is Reykingahús úr snjó
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Upptaka Evru er móđgun viđ sjálfstćđisbaráttuna

Ég á mjög erfitt međ ađ trúa ţví ađ framámenn í íslensku viđskiptalífi langi í raun og veru ađ taka upp sameiginlegan gjaldmiđil međ ESB. Ég á erfitt međ ađ trúa ţví ađ nokkurn Íslending langi í raun til ađ varpa gjaldmiđli íslensku ţjóđarinnar fyrir róđann, til ţess eins ađ tryggja sig fyrir erlendum gengismun!

Krónan er ţađ sem sameinar íslensku ţjóđina. Líklega er krónan síđasta sameiningartákniđ sem viđ eigum öll saman. Ekki vill fólk kasta ţví á glć til ađ rúna nokkrar krónur af tapi í niđursveiflum?

Nú hljómar ţetta kannski eins og eintóm tilfinningarök, en ég vil minna á ađ mannskepnan er tilfinningavera - ekki liđur í ársreikningi.


mbl.is Kallar eftir skýrri evrustefnu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vona ađ ţeir láti sér ţetta ađ kenningu verđa

Ţađ er fráleitt ađ hugsa sér ađ málinu verđi vísađ  frá dómi án efnislegrar niđurstöđu, enda mikil ţörf á ađ dómur fáist í ţví.

Dóttir mín átti m.a. efni sem variđ var af reglum höfundarréttarins og deilt inni á vefsíđunni sem um rćđir hér. Hún sendi fjöldamörg bréf til ţess ađ fá mennina til ţess ađ koma í veg fyrir ađ efninu hennar yrđi deilt út um allan heim, án árangurs.

Í mínum huga er ţetta hreinn og klár ţjófnađur. Ég vona ađ fleiri séu á ţeirri skođun.


mbl.is Máli gegn Istorrent ekki vísađ frá
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Göng, strax

Ekki er enn búiđ ađ vinna í málum Ísfirđinga og Bolvíkinga. Hvers vegna hefur ekki enn veriđ borađ fyrir jarđgöngum ţarna á milli? Ég tel ađ heldur liggi á slíkum göngum en Sundabraut, margumrćddri.
mbl.is Snjóflóđ féll á Óshlíđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vilhjálmur heldur enn velli!

Ţetta er ţađ sem ég sagđi fyrir nokkrum dögum (sjá hér ađ neđan) og segi enn og aftur. Vilhjálmur lćtur ekkert stöđva sig og heldur áfram ótrauđur í ađ gera borgina ađ betri borg fyrir alla. Nú má fólk einfaldlega fara ađ einbeita sér ađ öđrum hlutum - sem skipta borgarbúa máli.
mbl.is Vilhjálmur: Hef axlađ ábyrgđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Höfundur

Þingmaður
Þingmaður
Fyrrum þingmaður sem ekki vill láta nafns síns getið.
Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband