Leita í fréttum mbl.is

Hefur lögreglan ekkert betra að gera?

Jæja. Í fyrsta lagi vil ég nú taka það fram að ég er að sjálfsögðu á móti því að brjóta umferðarreglurnar. Í öðru lagi finnst mér að börn eigi ekki að sitja í framsætinu hjá fullorðnum. Í þriðja lagi finnst mér forkastanlegt að stofna börnum í hættu með hraðakstri fullorðinna. Í fjórða lagi finnst mér óheppilegt að börn læri ósiði fullorðinna og dónaskap.

Þá að efninu: hefur lögreglan ekkert þarfara að gera en að lýsa opinberlega eftir ökumanni bifreiðar sem ekið er gegn rauðu ljósi? Ég frétti til dæmis af innbroti í Salahverfinu í Kópavogi í gærnótt, sem ekki er enn búið að leysa. Hvernig væri að einbeita sér að svoleiðis málum áður en helsti netmiðill landsins er lagður undir leit að ökumanni sem brýtur umferðarlögin og á yfir höfði sér sekt að upphæð 25 þúsund krónur? Í grunninn séð held ég að öllum sé sama þótt nokkrir ökumenn aki yfir á rauðu ljósi, en fæstum er sama um það þegar eignum þeirra er stolið eða gæludýr þeirra myrt.

 


mbl.is Huldi númerið og ók of hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ég get alls ekki verið sammála þér. Ég er eiginlega viss um að þú veist að það eru ekki sömu deildir sem rannsaka umferðarlagabrot og innbrot. Það sem lögreglan er að gera er fyrirbyggjandi þ.e.s ef að ökumenn sem gera sér svona að leik vita að þetta verði gert ef að þeir láta svona mun svona atvik ekki gerast oft, það er ekkert sem afsakar þessa framkomu hjá þessum bílstjóra og á hann að fá að svara fyrir framkomu sýna. Ef að hann gefur sig ekki fram á að birta myndina af krakkanum sem situr fram´´i og mun hann þá finnast það er klárt.

Kristberg Snjólfsson, 5.12.2007 kl. 15:18

2 identicon

Vill benda á að viðkomandi ók ekki yfir á rauðu heldur 23kmh yfir hámarkshraða.

Hvet alla að leita allra ráða til að stríða gegn sektarmyndavélum.

v.v (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 15:19

3 Smámynd: Þingmaður

Kristberg: væri þá næsta skynsamlega skref í málinu til að góma þennan stórglæpamann að birta opinberlega mynd af 10 ára syni hans og þvinga glæpamanninn þannig til að gefa sig fram?

Þingmaður, 5.12.2007 kl. 15:27

4 identicon

Stutt fannst mér liðið frá fjölskylduharmleiknum í Reykjanesbæ þar til menn fóru aftur að lofsyngja hraðakstur...

(Akstur gegn rauðu ljósi fellur að sjálfsögðu í sama hóp - græna ljósið sem kom við þessa manns rautt gæti alveg eins hafa verið á gangandi vegfaranda. Aldraðir og lítil börn væntanlega sérstaklega svifasein í að flýja snaróðan bílstjóra.)

Svo má ekki gleyma því að ef mynd var af honum tekin, þá var ljósið orðið eldrautt, ekki gult og ekki rétt svo orðið rautt.

Kristján (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 15:29

5 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Hva er drengurinn 10 ára ? þekkirðu bílstjórann ? Já það er rétt að birta mynd til að fyrirbyggja svona framkomu í framtíðinni, það er ekkert sem réttlætir þetta.

Kristberg Snjólfsson, 5.12.2007 kl. 15:38

6 Smámynd: Þingmaður

Arndís: þú virðist ekki vita neitt um hvað þú ert að tala. Að sjálfsögðu hefur farið mikil vinna í það hjá lögreglunni að ákveða hvort senda ætti myndina til fjölmiðla, þurrka út andlit ökumannsins, sem og að fá myndina birta í fullri stærð á forsíðu vefsíðu Morgunblaðsins. Og ég veit það að sjálfsögðu að það kemur grænt ljós á aðra leiðina þegar rautt ljós birtist á hinni leiðinni.

Kristján: þú misskilur mig. Eins og ég sagði skýrt í upphafi færslunnar þá er ég mótfallinn því að keyrt sé gegn rauðu ljósi. Hvernig er hægt að orða þetta skýrar en það?

Nemandi: finnst þér það vera réttlæting á birtingu myndarinnar, að sektin nemi 50 þúsund krónum, en ekki 25 þúsund krónum?

Þingmaður, 5.12.2007 kl. 15:41

7 Smámynd: Þingmaður

Kristberg: það eina sem ég meinti var það að lögreglan ætti frekar að finna þá sem myrða gæludýr fólks og stela eigum þeirra í stað þess að eyða dýrmætum tíma í að hafa uppi á svona mönnum sem þessum, sér í lagi þegar enginn hefur slasast vegna framferðisins.

Og nei, ég þekki ekki bílstjórann - ert þú lögreglumaður? Er lögreglan nú farin að nota Moggabloggið til að hafa uppi á umferðarníðingum?

Þingmaður, 5.12.2007 kl. 15:49

8 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Nei ég er ekki lögreglumaður, og ég þori að koma undir nafni en þú greinilega þorir það ekki. En það má vera að ekki hafi orðið slys núna hjá viðkomandi en hvað gerist næst þegar hann finnur að hann komst upp með þetta?, hvað gerir hann þá næst ? eru þessir aðilar ekki að leita að spennu ? vilja ganga lengra þangað til þeyr ráða ekki við aðstæður og stórslys gerist. Ég vona að hann hafi vitkast við þetta og geri ekki svona aftur það eru allt of margir sem slasast eða látast í umferðinni að óþarfa. Og þetta er algjör óþarfi hjá þessum ökumanni.

Kristberg Snjólfsson, 5.12.2007 kl. 15:57

9 Smámynd: Þingmaður

Kristberg: þú spyrð hvort "þessir aðilar" séu ekki að leita sér að spennu. Heldur þú að þessum aðilum þyki ekki nok skemmtilegt að fá mynd af sér á víðlesnustu vefsíðu landsins að gefa lögreglunni fingurinn? Ég hugsa að flestum þessara manna þyki það heldur skemmtilegra en hitt. Hvort heldur þú þá að svona glæpir muni aukast eða minnka í kjölfar þessa stórglæps?

Þingmaður, 5.12.2007 kl. 16:01

10 identicon

Hann á yfir höfði sér sekt upp á 15 þúsund krónur fyrir að aka of hratt, 11250 ef hann greiðir hana strax + svo 10000kr fyrir að hylja númerin á bílnum, væntanlega 7500 ef það greiðist strax

Baldur (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:04

11 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Það er ekki spurning hvort þetta´sé stórglæpur eða ekki. En ef að þessir aðilar vita að það verði birt mynd af þeim og bílum þeirra er ég nokkuð viss um að þetta verður ekki eins spennandi fyrir þá. Þessir aðilar eru ekki að leita eftir að fá mynd af sér í fjölmiðla ég er nokkuð viss um að þessi aðili er ekki alveg rólegur núna og er það gott

Kristberg Snjólfsson, 5.12.2007 kl. 16:09

12 identicon

Það kemur hvergi fram að maðurinn hafi keyrt gegn rauðu ljósi.

Ennfremur þykja mér lætin vegna þessa ótrúleg í ljósi þess að hraðinn er nú ekki ýkja mikill, rétt rúmlega umferðarhraðinn.

Danni (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:20

13 identicon

ÞETTA ER 20.000 KRÓNA SEKT FYRIR AÐ AKA Á 83 Á 60 GÖTU, EN EKKI 15 ÞÚS EINS OG ER SAGT HÉR AÐ OFAN......

Gaur (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:43

14 identicon

hvað eru allir að blanda rauðu ljósi inní þetta...það má vel vera að það hafi bara verið skær grænt ljósið kristján minn, allavega þarf ekki að vera rautt ljós til að kveikja á HRAÐAmyndavéllunum sem eru þarna á gatnamótunum!

Már (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:51

15 identicon

Ég held að hljóðið yrði annað í strokknum ef þú eða þínir ástvinir fengju þennan bíl í hliðina á ykkar bíl á 83 kílómetra hraða... 

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 17:15

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þingmaður. Mér finnst það skrítin forgangsröð hjá þér ef þú telur það mikilvægara að upplýsa innbrot heldur en hraðakstur. Hraðakstur getur valdið dauða og limlestingu en það gerir innbort ekki.

Sumum finnst þetta ekki ýkja mikið. Á umferðaþingi á vegum umferðastofu á síðasta ári kom fram að edrú maður, sem ekur á 80 km. hraða á 60 km. götu er hættulegri en maður, sem ekur sömu götu með 2,0 prómill af alkahóli í blóðinu. Þetta var niðurstaða ástralskar rennsóknar.

Vonandi næst þessi ökunýðingur, sem fyrst. Vonandi lærir strákurinn við hlið hanns góða ökusiði frá öðrum en þessum skíthæl.

Sigurður M Grétarsson, 5.12.2007 kl. 17:27

17 identicon

margir hér með brenglaða réttlætiskennd, hann keyrði engan niður núna... allt í lagi.. en hvað með næsta skipti?

og að senda myndavélinni fingurinn segir ansi mikið um gáfnafar þessa manns með barn í bílnum, keyrðu eins og fífl og stein dreptu þig, vertu bara ekki að stofna öðrum í hættu á meðan

og hvað er að því að nota vinsælasta miðilinn til að leita að fólki sem okkur stendur hætta af?? það kostar nú ekki mikla vinnu að klippa lítinn kassa af stafrænni ljósmynd, þannig að lögreglan hefur ekki stefnt skattgreiðendum í skuldafen vegna þess....

hvernig væri svo að sýna foreldrum og ástvinum þeirra sem hafa látist í umferðarslysum virðingu og samúð í staðinn fyrir að nota hvert tækifæri til að berjast gegn "ofvaldi ríkisins"??....

Íris (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 18:21

18 identicon

það getur nú vel verið að þetta sé ekki eins alvarlegt brot og mörg önnur sem er verið að fremja hér á Íslandi. en brot er brot, sama hversu lítið það er. Ég held að lögreglan væri ekki að gefa gott fordæmi ef hún myndi sleppa þessu, ef hún myndi alltaf hugsa þetta er svo lítið brot, tekur því ekki að vera að eltast við þetta, myndu þá ekki allir aðrir fara að hugsa svoleiðis líka? Mér finnst göturnar hér í Reykjavík vera nógu hættulegar fyrir og finnst allt í lagi að það sé verið að taka á því! það er nú ekki langt síðan lítill strákur í keflavík dó vegna hraðaksturs og ekki var hann sem var að keyra þar það langt yfir hraðamörkum, en samt nógu hratt til að drengurinn lést!

Ásta (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 18:32

19 identicon

Stormur í vatnsglasi!

 Þessum manni tókst ætlunarverk sitt.   Það að vekja eftirtekt og skapa umræðu.   

Fólk er að missa sig i tilfinningahamsi og hnakkrífast um allt og ekkert.

Hann gaf að líkindum í til að nást á myndina.   Það er ekki þar með sagt að hann hafi ekið of hratt allan tímann.   Þetta er gata þar sem hámarkshraðinn er 60 og þ.a.l. ekki inni í íbúahverfi eða nærri gangandi vegfarendum.     

Hann er að gefa yfirlýsingu og ögra yfirvöldum.    

Það er enginn að mæla gjörðum hans bót eða gera lítið úr þeim hörmungum sem umferðarslys hafa valdið.     Þessi maður er ekki sekur um neitt annað en það sem augljóslega kemur fram á myndinni og yfirlýsingu lögreglunnar og þar af leiðandi spurning hvort að réttlætanlegt sé að hleypa öllu í bál og brand til að hafa uppi á honum?     

Varð ekki allt vitlaust hér í haust þegar kerling nokkur var látin skila af sér þvagi með valdbeitingu, til að tryggja að hana mætti sækja til saka án þess að sakargögnum yrði spillt?   

Hversu langt á að ganga til að hafa uppi á þessum upphrópaða glæpahundi svo að draga megi hann fyrir dómstól og híða sem réttmætan fulltrúa allra gálausra bílstjóra og annarra ökuníðinga fyrr og síðar.   Öðrum til varnaðar.    

Sá yðar sem syndlaus er...

Guðjón Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 19:32

20 identicon

Þetta er það sem lögreglan á að gera ! og það er gott að hún er að gera það !
það er alveg sama hvað lögreglan gerir alltaf eru einhverjir eins og þú sem segja "hefur lögreglan ekkert betra að gera" jú jú lögreglan er að gera mergt gott og það eru aðrir lögreglumenn að sinna öðrum "mikilvægari" lögreglustörfum en þessu en þetta er lögbrot og það ber að refsa fyrir það.
Hvernig væri heimurinn ef sumum er bara sleppt vegna þess að þeim fannst ekki taka því að gera neitt í málinu ? Lög eru lög og reglur eru reglur og okkur ber öllum að fara eftir þeim. Þau eru sett til að gera heiminn að betri stað fyrir okkur öll er það ekki ?

Egill (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 22:39

21 identicon

Eru

Gísli Einars. (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 22:52

22 identicon

Eitthvað mistókst kometið áðan.

Er ekki allt í lagi með fólk, "hann var bara 23 kílómetra yfir leifilegum hámarkshraða" hafið þið sem teljið þennan glannaskap sjálfsagðan pælt í því hversu mikill munur er á 60 km. hraða og 83 km. hraða? Eru ekki nógu mörg slys í umferðinni? Þarf að ná upp banaslysatölunni á síðustu mánuðum ársins?

 Votta aðstendum drengsins sem lést í Keflavík mína innilegustu samúð, og öllum öðrum sem hafa myst ástvini í umferðinni.

GE

Gísli Einars (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 22:59

23 identicon

Hvaða plánetu býrð þú á Jón ? "fasískt ofríki og valdamisnotkun lögreglunnar" þú ert eitthvað skrítinn ef þú ætlar að halda þessu fram og líka "valdasjúkir brjálæðingar" ég get ekki annað en hlegið af þér. Ha ha ha 



Mér finnst það bara besta mál að almenningur hjálpi til eins og hægt er við að ná svona fávitum eins og myndin er af. Og öðrum sem brjóta lögin ef því er að skipta. Við erum nefnilega ennþá smáþjóð Jón ekki milljóna eða tug-milljónaborg. Hegðun okkar á að miðast við það.



Þarna er maður sem þarf að stoppa mér er sama þó mynd á netinu eða í blöðum þurfi til það þarf að rassskella þennan bjána.

Egill (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 23:07

24 identicon

Mig langar bara að bæta við einni lítilli athugasemd, nefnilega það að rannsóknir hafa sýnt að þar sem lögreglan tekur af dugnaði á "litlu" brotunum, fækkar þeim stærri. Málið er nefnilega að sannfæra fólk um það, að það sé ekki litið fram hjá lögbrotum. Punktur.

Mér finnst líka að ef maður sé á móti hraðamyndavélum sé uppbyggilegra að mótmæla þeim á annan hátt en þessi ákveðni maður gerði. Hann fær jú líklega meiri umfjöllun svona, en ekki endilega jákvæða.

Ágústa Loftsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 23:08

25 identicon

Þingmaður! Breyttu þá lögunum fáviti og láttu lögguna fá fé!

Makeshow (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 23:56

26 identicon

Er enginn að fatta þetta? Þetta er partur af nýju trendi sem byrjaði í St. Louis í Ameríku fyrir a.m.k. tveimur árum. Menn brjóta viljandi af sér og senda löggunni fokkmerki. Þetta er kallað "fingerin' the fuckers" og er ógeðslega vinsælt í BNA og EU. Djöfull ertu mikill fáviti þingmaður að halda að þetta sé eitthvað umferðarlagabrot he he

Gómur (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 23:58

27 Smámynd: Jón Svavarsson

Ég tek undir með Þingmanninum, hafa þeir virkilega ekkert annað að gera? Aftur og enn, þá segi ég ykkur það að það er ekki hraðin sem veldur umferðaslysunum, heldur sofandaháttur ökumanna sem eru ekki með hugan við að aka bifreið, en aukin hraði eykur tjónið og magnar slysið. 60 80 eðq 110 KM á klukkustund, þetta eru allt banvænir hraðar á ökutæki, hinsvegar eru í dag með nýjustu tækni líknarbelgir og bílbelti sem takmarka slys á fólki eða jafnvel kemur í veg fyrir slys. Tveir bílar á vegi sem aka á 60 til 70 og keyra saman nef í nef, verður örugglega mikið slys, því það er eins og að keyra á vegg á 120 til 140 KM hraða, hefur nokkur prófað það?

En að elta ólar við eitthvað jafn lítlfjörlegt og 23 KM yfir leyfðum hraða, hvað þá þegar menn eru 5 til 10 KM yfir leyfðum hraða er bara hlægilegt, manni hefur skilst að það séu staflarnir af alvarlegum afbrotum, þjófnaði og líkamsárásum ó leyst því það er ekki nægur mannskapur til að vinna úr þeim málum, væri ekki nær að leggja meiri áherslu á slíkar lausnir heldur enn að vera að tefja fólk sem er þó að reyna að koma sér áfram. 

Jón Svavarsson, 6.12.2007 kl. 00:46

28 identicon

1: það er engin sekt við því að brjótast inn.  Ergo, enginn glæpur, og manni er sleppt eftir yfirheyrzlur.

2: Ef maður brýst inn, og tekur af því mynd, fljóta ekki allir vitleysingar landsins upp á yfirborðið til að formæla því.

En keyrðu of hratt... úff. 

Ásgrímur (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 01:25

29 identicon

Jón, ég veit ekki til þess að gangandi manneskjur séu búnar nýjustu tækni og líknarbelgjum. Það keyra lang flestir yfir hámarkshraða á Íslandi það er staðreynd og ég hef nú lítið um það að segja.

Málið er að þessi mannvitsbrekka á myndinni er að brjóta af sér vísvitandi og undirstrikar það með hegðun sem að er nokkuð athyglisverð svo ekki sé minna sagt :D Ég held að þetta sé hið besta mál því þetta sýnir öðrum að ef þú hagar þér eins og hálfviti þá verður þér tekið eins og hálfvita á lögreglustöðinni eftir að þú neyðist til að gefa þig fram.

Högni G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þingmaður
Þingmaður
Fyrrum þingmaður sem ekki vill láta nafns síns getið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband