Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Dæmigert fyrir lögregluna

Alveg gat maður sagt sér það sjálfur að lögreglan væri of upptekin við að sekta fólk fyrir að leggja ólöglega til þess að koma fólki til aðstoðar sem þarfnaðist virkilega hjálpar hennar.

Hefur þessi staða komið upp oftar en einu sinni hjá a.m.k. tveimur nánum ættingjum mínum. Þegar fólk neyðist til að brjóta umferðarlög af einhverjum ástæðum er lögreglan hins vegar strax komin á staðinn og búin að skella andlitinu á fólki á forsíðu mbl.is. ÞÁ STENDUR EKKI Á VIÐBRÖGÐUNUM!

Getur verið að lögreglan láti sig varða slík smávægileg umferðarlagabrot vegna þess að fyrir brot á þeim má krefja ökumenn um sektir sem renna beint til sveitarfélagsins? Og að hún láti sig litilu varða brot á almennum hegningarlögum og sérrefsilögum vegna þess að sektir vegna brota á slíkum lagabálkum renna til ríkissjóðs?

Hér þarf að breyta um áherslur og það strax. Það sjá allir sem vilja sjá.


mbl.is Barði vagninn að utan og jós svívirðingum yfir bílstjórann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar hafið þið það, reykingafólk

Ég vísa til fyrri skrifa minna um reykingar á skemmtistöðum. Mér sýnist 72% þjóðarinnar vera sammála mér um það að reykingar ættu að vera gerðar útlægar af öllum opinberum stöðum, sama hvort um sérstakan reykingakamar er að ræða eða sjálft veitingarýmið.

 


mbl.is Ánægja með reykingabann á veitingahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er munurinn á þessu og reykherbergi?

Ég bara spyr, af því að ég hélt að sérstök reykherbergi væru óheimil LÖGUM samkvæmt.
mbl.is Reykingahús úr snjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upptaka Evru er móðgun við sjálfstæðisbaráttuna

Ég á mjög erfitt með að trúa því að framámenn í íslensku viðskiptalífi langi í raun og veru að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil með ESB. Ég á erfitt með að trúa því að nokkurn Íslending langi í raun til að varpa gjaldmiðli íslensku þjóðarinnar fyrir róðann, til þess eins að tryggja sig fyrir erlendum gengismun!

Krónan er það sem sameinar íslensku þjóðina. Líklega er krónan síðasta sameiningartáknið sem við eigum öll saman. Ekki vill fólk kasta því á glæ til að rúna nokkrar krónur af tapi í niðursveiflum?

Nú hljómar þetta kannski eins og eintóm tilfinningarök, en ég vil minna á að mannskepnan er tilfinningavera - ekki liður í ársreikningi.


mbl.is Kallar eftir skýrri evrustefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vona að þeir láti sér þetta að kenningu verða

Það er fráleitt að hugsa sér að málinu verði vísað  frá dómi án efnislegrar niðurstöðu, enda mikil þörf á að dómur fáist í því.

Dóttir mín átti m.a. efni sem varið var af reglum höfundarréttarins og deilt inni á vefsíðunni sem um ræðir hér. Hún sendi fjöldamörg bréf til þess að fá mennina til þess að koma í veg fyrir að efninu hennar yrði deilt út um allan heim, án árangurs.

Í mínum huga er þetta hreinn og klár þjófnaður. Ég vona að fleiri séu á þeirri skoðun.


mbl.is Máli gegn Istorrent ekki vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Göng, strax

Ekki er enn búið að vinna í málum Ísfirðinga og Bolvíkinga. Hvers vegna hefur ekki enn verið borað fyrir jarðgöngum þarna á milli? Ég tel að heldur liggi á slíkum göngum en Sundabraut, margumræddri.
mbl.is Snjóflóð féll á Óshlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur heldur enn velli!

Þetta er það sem ég sagði fyrir nokkrum dögum (sjá hér að neðan) og segi enn og aftur. Vilhjálmur lætur ekkert stöðva sig og heldur áfram ótrauður í að gera borgina að betri borg fyrir alla. Nú má fólk einfaldlega fara að einbeita sér að öðrum hlutum - sem skipta borgarbúa máli.
mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Þingmaður
Þingmaður
Fyrrum þingmaður sem ekki vill láta nafns síns getið.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband