6.9.2007 | 08:58
ÓSANNGJARNT
Ákaflega finnst mér ósanngjörn misskiptingin sem líðst í þjóðfélaginu. Á meðan kennarar og aðrar láglaunastéttir vinna myrkranna á milli fyrir 100 - 200 þúsund á mánuði fá þessir menn u.þ.b. tvær milljónir á degi hverjum.
Eitthvað segir mér að þeir séu ekki að vinna alveg fullan vinnudag, þessir menn.
Stjórnendur Kaupþings tekjuhærri en forstjóri Nokia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2007 | 21:23
Á kona heima þarna?
Nú verður auðvitað allt vitlaust, fyrst ég dirfist að segja mína skoðun.
Ég er hins vegar á báðum áttum með það hvort kona hafi fullt erindi í vinnu sem þessa. Að gæta krúnudjásnanna er einhver mesta ábyrgðarstaða sem hægt er að gegna í þjónustu Englandsdrottningar. Jafnframt er um að ræða einhver mestu djásn í eigu heimsveldisins fyrrverandi. Kalla svoleiðis aðstæður ekki á einstaklinga með krafta í kögglum? Það er hreinlega staðreynd að kvenmenn eru ekki jafnar körlum að líkamlegum burðum og hafa því ekki sömu tök á að vinna vinnu sem kann að krefjast þess að þær taki þátt í átökum. Mér virðist af málavöxtum sem konan hafi beinlínis verið ráðin til þess að ekki væru eingöngu karlmenn sem gegndu þessu hlutverki.
Ég ætla náðarsamlegast að leyfa mér að efast um getu hennar til að stöðva fíleflda karlmenn með eitthvað misjafnt í huga. Mér finnst satt best að segja, þegar ég les fréttir sem þessar, sem kvenréttindabaráttan sé komin út í algjörar öfgar.
Fyrsta konan í 522 ára sögu varðsveitarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.9.2007 | 14:13
Undirbúningur að slátrun bestu mjólkurbeljunnar hafinn
Er það ekki nokkuð augljóst að þetta er fyrsta skrefið í átt að stærstu einkavinavæðingu Íslandssögunnar?
Merkilegt að þetta skuli gerast núna, þegar augu fólks eru fyrst að opnast almennilega fyrir möguleikum endurnýjanlegrar orku. Ætli ráðamenn séu ekki búnir að koma auga á þessa möguleika og hversu dýrir þeir geta verið í framtíðinni? Ætli almenningur sé búinn að því? Nei, ég held nefnilega ekki.
Ég spái því að þetta verði upphafið að endalokum eiginlegs sjálfstæðis íslenska ríkisins. Þegar sjálf orka landsins og er komin í eigu erlendra aðila og hitinn sömuleiðis á aldeilis eftir að kólna á klakanum - en hitna undir ráðamönnum - á meðan peningamenn með úttroðin veski ylja sér hins vegar við tilhugsunina um "bláa gullið" sitt.
Tillaga um að breyta OR í hlutafélag samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2007 | 10:58
Ganga menn ekki heilir til skógar?
Hvers lags ribbaldalýður er farinn að vaða hér uppi? Þetta minnir mann helst á það þegar Þorgeir Hávarsson hjó Butralda í herðar niður. Maður spyr sig, var ekki bara hægt að hringja á lögregluna, frekar en að grípa til saxins fyrst? Þá myndi ég ekki kalla það að "fara betur en á horfist" þegar manngreyið hlýtur klofið nef af athæfinu.
Mann setur hálfhljóðan þegar maður heyrir af mönnum sem slá aðra menn um lán, neita svo að greiða það til baka og grípa til vopna í stað þess að borga skuldir sínar! Ættu menn ekki frekar að greiða sínar skuldir í stað þess að reyna að koma sér undan þeim?
Klauf nef árásarmanns með saxi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2007 | 09:47
Bönkunum um að kenna
Sú var tíðin að aðeins nokkrir kvótaeigendur hefðu haft efni á svona faratækjum. Í dag geta þeir ríku skipt um 10 milljón króna jeppa einu sinni á ári á meðan þeir sem ekki eru að vinna hjá bönkunum eða hafa hagnast á einkavæðingunni geta étið það sem úti frýs og hjólað í vinnuna. Mér ofbýður það hvernig bankarnir eru að fara með þjóðfélagið okkar. Gjá hefur myndast milli þeirra sem eiga og þeirra sem ekkert mega. Á meðan ríku bankamennirnir okkar kaupa sér nýjan Land Rover á ári hverju, borgar launþeginn bróðurpart hýrunnar í dráttarvexti og seðilgjöld.
Sukk og svínarí ríka fólksins á kostnað litla mannsins. Sveiattan segi ég.
Einn Land Rover selst á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2007 | 09:42
Aðgerðaleysi lögreglu
Ég á bágt með að trúa því að móðirin hafi beðið lögregluna um að hræða drenginn, eins og lagt er upp með í fréttinni. Líklegra þykir mér að hún hafi beðið lögreglumennina um að tala hann til svo að ekki þyrfti að leggja fram kæru á hendur honum. Að lögreglan yppti bara öxlum finnst mér forkastanlegt. Hvers vegna ætli lögreglan hafi ekki getað talað drenginn til í alvörutón, sem greiða við almennan borgara? Voru lögreglumennirnir of óþreyjufullir að fara að sekta fólk fyrir smávægileg umferðarlagabrot?
Ég bara spyr.
Lögregla kölluð til vegna deilna um tölvunotkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2007 | 17:16
Hann þarf ekki að kæra því að ákæruvaldinu BER hvort sem er að gefa út ákæru í þessu máli
Knattspyrnudómari kærir líkamsárás til lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2007 | 15:52
Til hvers þarf reglur um samkeppni?
Ég hef aldrei skilið það almennilega. Maður myndi enda halda að neytendur hafi vit fyrir sér og velji einfaldlega þann sem býður best hverju sinni. Þeir sem ekki geta boðið betur verða þá bara undir í samkeppninni. Fólk kjósi þá bara með veskinu í stað þess að lögfræðingar láti sig málin varða endalaust. Er það ekki þannig sem þetta á að virka hvort sem er?
Ég er nokkuð viss um að málin hér heima væru í betra horfi ef markaðurinn fengi að þróast og þroskast í friði.
20% af tíma Samkeppniseftirlitsins fer í málefni tengd matvörumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2007 | 23:45
Það eina rétta í stöðunni er auðvitað að klára dæmið
Þótt stríðið hafi máske ekki gengið alveg sem skyldi, þá verð ég þó að segja það að uppgjöf væri út í hött. Það eina sem Bandaríkjaforseti getur gert í stöðunni sem hann er lentur í er að sýna klærnar aðeins meir og klára dæmið þarna fyrir austan. "Tear up some dirt," eins og maðurinn sagði.
Best ef hægt væri að klára þetta fyrir jól svo menn komist aftur heim til sín fyrir hátíðirnar.
Bush sagður ætla óska eftir 50 milljarða dala aukafjárveitingu vegna Íraksstríðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2007 | 14:06
Enn ein vonbrigðin
...sem ættu þó ekki að koma á óvart eftir það sem á undan er komið frá borgarstjórninni á þessu tímabili.
Vil minna á orð Vilhjálms Vilhjálmssonar borgarstjóra frá 18. apríl, daginn sem miðbærinn stóð í ljósum logum: ,,Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði í gær að húsin yrðu endurreist en þær menningarminjar sem hurfu í eldinum í gær eru óbætanlegar og tjónið því gríðarlegt og það blasti við vegfarendum í miðbænum í dag.,, (Heimild: Fréttastofa RÚV, sjá hér: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item151484/).
Ætli við megum þá ekki eiga von á enn einu speglahúsinu þarna á næstunni? Speglahúsi með Nóatúnsverslun og bankaútibúi? Eða N1-bensínstöð?
Reykjavíkurborg kaupir ekki Austurstræti 22 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |