Leita í fréttum mbl.is

Á kona heima þarna?

Nú verður auðvitað allt vitlaust, fyrst ég dirfist að segja mína skoðun.

Ég  er hins vegar á báðum áttum með það hvort kona hafi fullt erindi í vinnu sem þessa. Að gæta krúnudjásnanna er einhver mesta ábyrgðarstaða sem hægt er að gegna í þjónustu Englandsdrottningar. Jafnframt er um að ræða einhver mestu djásn í eigu heimsveldisins fyrrverandi. Kalla svoleiðis aðstæður ekki á einstaklinga með krafta í kögglum? Það er hreinlega staðreynd að kvenmenn eru ekki jafnar körlum að líkamlegum burðum og hafa því ekki sömu tök á að vinna vinnu sem kann að krefjast þess að þær taki þátt í átökum.  Mér virðist af málavöxtum sem konan hafi beinlínis verið ráðin til þess að ekki væru eingöngu karlmenn sem gegndu þessu hlutverki.

Ég ætla náðarsamlegast að leyfa mér að efast um getu hennar til að stöðva fíleflda karlmenn með eitthvað misjafnt í huga. Mér finnst satt best að segja, þegar ég les fréttir sem þessar, sem kvenréttindabaráttan sé komin út í algjörar öfgar.


mbl.is Fyrsta konan í 522 ára sögu varðsveitarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get nú ekki sagt að þessi gamalmenni séu fílefldir karlmenn og hún á alveg fullt erindi í þetta starf.

Katrín (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 21:29

2 identicon

Hún stóðst sett skilyrði, ætti það ekki að vera nóg?

Finnst það vera vanvirðing við hana og konur almennt ef gera á ráð fyrir að hún hafi fengið slakað á kröfunum bara vegna þess að hún er kona.

Hjörtur (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 21:35

3 identicon

Gæti ekki verið meira sammála. Ég bjó í Englandi í 7 ár svo ég geri mér sennilega betur grein fyrir því en margir Íslendingar hversu mikilvægar krúnudjásnirnar eru bresku þjóðinni.

Ég er ekki á móti kvennabaráttunni sem slíkri. T.d. réð ég til mín í vinnu kvenmann í byrjun sumars. Hins vegar, þegar kemur að gæslu á slíkum heimsverðmætum - að ógleymdri hefðinni - þá get ég setið á mér.

Matti S (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Anna Lilja

Jahá, Þú ert svo fordómafullur að manni fallast hendur.

En svo ég hreki nú eitthvað af þessari vitleysu hjá þér þá er ágætt að skoða það aðeins betur hvort þessir menn sem voru þarna með henni voru eitthvað ýturvaxnari heldur en hún. Fyrir það fyrsta virtist hún jafnbreið ef ekki breiðari en margir mennirnir og sömuleiðis í yngri kantinum. Það bendir ekkert til þess að hún sé ekki jafnaflögufær og restin af mönnunum.

Kraftar í kögglum, hvaða endemis vitleysa er þetta? 

Þú virðist líka vera í vafa um það hvort að slík ábyrgðarstaða hæfi konu. Hvernig í ósköpum dettur þér í hug að hún sé ekki jafnvel vaxin starfinu og karlmennirnir?  Konur eru ekki síður ábyrgar en karlmenn og ef eitthvað er þá eru þær það oftar. 

Eins og kom fram í fréttinni þarf einstaklingur að þjóna í breska hernum í minnst 22 ár áður en hægt er að þjóna í virkinu og það gerði hún. Hún á það ekkert minna skilið heldur en hinir sem hafa lagt það sama af mörkum í þágu krúnunnar.

Ef eitthvað er þá held ég að þú sért einn af þessum vænissjúku antí-femínistum sem sjá öfgafullar kvenréttindabaráttur í hverju horni.

Af hverju flyturðu ekki aftur á steinöldina? Þú myndir sóma þér vel þar.

Anna Lilja, 3.9.2007 kl. 22:28

5 identicon

Guð hvað það er ánægjulegt að þú ert FYRRUM þingmaður  svona fornaldarpúkar eins og þú eiga best heima á steinöld.  Ég ímynda mér að þú hafir dottið af þingi vegna þess að þú varst pottþétt EKKI endurkjörinn... Guði sé lof!

Theódóra (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 22:33

6 identicon

Það eru nú ekki alltaf líkamlegu kraftarnir sem skipta mestu máli þegar kemur að getu fólks gagnvart glæpamönnum.  Útsjónarsemi, mannleg samskipti, fimi og framkoma skipta ekki minna máli sem ég efast ekki um að þessi kona hefur.

En fyrirgefðu vinur sástu ekki hvernig konan labbaði? Hún labbaði svona næstum eins og kraftlyftingamaður, efast um að hún geti talað í símann í vinstra eyra með vinstri hendi

Helena (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 22:57

7 identicon

Ertu ekki að grínast? Hún er akfeit blessunin. Gæti aldrei buffað neinn.

Gaui Hjartar (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 23:47

8 identicon

Velti fyrir mér hvort þú teljir marga karla geta lúskrað á þessari? Það eru til nautsterkar konur og mjög veikburða karlar. Ekki allir eins nefnilega... Alhæfing þín á engan veginn við rök að styðjast.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 22:20

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég get nú ekki ímyndað mér að hún ein gæti alls slektisins, þannig að þó svo að einhver sæi ástæðu til að leggjast svo lágt að gera henni eitthvað þá hryndi heimsveldið nú ekki. Ég lít svo á að þessi einstaklingur hafi verið metinn hæf og þess vegna er hún komin í starfið bara gott mál.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.9.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þingmaður
Þingmaður
Fyrrum þingmaður sem ekki vill láta nafns síns getið.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband