Leita í fréttum mbl.is

Lélegir karakterar

Það er fljótt að sjást á fólki hvernig það kemur til með að verða þegar það vex úr grasi. Oft þarf ekki nema örfáa til að eyðileggja fyrir fjölda manns. Annars hef ég áður tjáð mig um þennan sið að ganga milli búða og sníkja nammi.

Hér sannast það kannski best að það kann ekki góðri lukku að stýra að hrúga ótal börnum saman í verslanamiðstöð og dæla í þau sykri. Sykur hefur ekki beinlínis róandi áhrif á barnssálirnar.


mbl.is Skrílslæti í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú hlýtur að elska börn, þingmaður í felum með ömurlegar skoðanir sem þú þorir ekki að setja fram undir nafni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.2.2008 kl. 09:51

2 identicon

Ekki veit ég heldur hver þingmaðurinn er, en þetta þykir mér óvægin og skammarleg pilla til hans frá þér Jenný. Þingmaðurinn getur haft miklar og góðar ástæður fyrir því að koma ekki fram undir nafni. Fólk veit t.d. ekki í hvaða flokki hann er, og kannski myndi flokksforystan ekki leyfa honum að hafa þessar skoðanir, og þá myndum við aldrei heyra þær. Ég held að þetta sé svipað og þegar Benasi Butto ritaði ávallt leiðara í eitt stærsta dagblaðið í sínu landi undir nafninu Thomas Fricken og kom þannig skoðunum sínum á framfæri meðan hún sat í stofufangelsi. Kynntu þér það mál og þá sérðu hvað ég á við.

Þá tekur steininn úr þegar þú segir að skoðanir þingmannsins séu "ömurlegar" án þess að rökstyðja það. Þú veist greinlega ekkert um það hvernig alvöru fullorðins umræða fer fram. Svona gerir maður ekki. En þetta veist þú ekki og þessvegna ertu bara venjulegur bloggari og wannabe stjórnmálamaður sem nærð aldrei að setjast á þing, en það hefur þingmaðurinn fyrrverandi þó einhverntíman fengið að gera, þó að hann sé nú orðinn fremur kvebbinn bloggari.

Kv. Jóhannes Óli

Jóhannes Óli Sigfússon (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 10:10

3 identicon

nú, hann er nú einu sinni að segja hvað þetta sé mikil vitleysa að vera að dæla nammi í börnin, ætli við getum ekki lifað þetta af.

þetta er nú bara einu sinni á ári í guðanna bænum.

Jenný finnst þetta greinilega ömurlegar skoðanir, og henni má vel finnast það þótt að þú sért ekki sammála Jóhannes Óli.

Allir hafa mismunandi skoðanir og þú veist það vel sjálfur.

Katrín (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:34

4 Smámynd: Þingmaður

Jenný: Ég sé ómögulega hvernig skoðanir mínar verða gjaldfelldar við það eitt að ég skuli ekki skrifa undir nafni. Raunar hefði farið betur að þú skrifaðir þessa skammarlegu athugasemd undir nafnleysi. Hún er þér til minnkunar.

Þingmaður, 7.2.2008 kl. 11:47

5 identicon

Katrín! Var ég að segja að Jenný mætti ekki hafa sínar skoðanir? Hvernig færðu það út? Ég var að benda á að skoðun hennar á skoðun Þingmannsins eru henni ekki til framdráttar, rétt eins og ég bendi þér núna á það að þessi skoðun þín á skoðun minni á skoðun Jennýar á skoðun þingmannsins lyktar eins og ammóníak-lagður kúkur sem er búið að dýfa ofan í majónes. Úps. Það er víst mín skoðun, en ég má alveg hafa hana, er þaggi? Tæfa!

Jóhannes Óli (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 12:08

6 identicon

Frábært að fá þetta komment frá þér Jón Hnefill. Nákvæmlega það sem þessi lágplana umræða þurfti. Enn einn besserwisserinn sem vill eiga síðasta orðið og lýsa yfir frati á alla hina.

Þessi Jóhannes Óli gerði þetta allavega almennilega sagði skýrt og skilmerkilega frá því sem honum mislíkaði.

Þú ert hinsvegar meira banal eins og restin af bloggliðinu. Meira að bjarga heiminum og stinga á kýli. Snillingur!

Baldvin (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 15:53

7 identicon

Sykur gerir krakka ekki ofvirka. Koffín hins vegar gerir það. Það hafa verið gerðar ýtarlegar rannsóknir á tengingu milli ofvirkni krakka og sykurs.

Ármann (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þingmaður
Þingmaður
Fyrrum þingmaður sem ekki vill láta nafns síns getið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband