Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Bönkunum um að kenna

Sú var tíðin að aðeins nokkrir kvótaeigendur hefðu haft efni á svona faratækjum. Í dag geta þeir ríku skipt um 10 milljón króna jeppa einu sinni á ári á meðan þeir sem ekki eru að vinna hjá bönkunum eða hafa hagnast á einkavæðingunni geta étið það sem úti frýs og hjólað í vinnuna. Mér ofbýður það hvernig bankarnir eru að fara með þjóðfélagið okkar. Gjá hefur myndast milli þeirra sem eiga og þeirra sem ekkert mega. Á meðan ríku bankamennirnir okkar kaupa sér nýjan Land Rover á ári hverju, borgar launþeginn bróðurpart hýrunnar í dráttarvexti og seðilgjöld.

Sukk og svínarí ríka fólksins á kostnað litla mannsins. Sveiattan segi ég.


mbl.is Einn Land Rover selst á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðaleysi lögreglu

Ég á bágt með að trúa því að móðirin hafi beðið lögregluna um að hræða drenginn, eins og lagt er upp með í fréttinni. Líklegra þykir mér að hún hafi beðið lögreglumennina um að tala hann til svo að ekki þyrfti að leggja fram kæru á hendur honum. Að lögreglan yppti bara öxlum finnst mér forkastanlegt. Hvers vegna ætli lögreglan hafi ekki getað talað drenginn til í alvörutón, sem greiða við almennan borgara? Voru lögreglumennirnir of óþreyjufullir að fara að sekta fólk fyrir smávægileg umferðarlagabrot?

Ég bara spyr.


mbl.is Lögregla kölluð til vegna deilna um tölvunotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann þarf ekki að kæra því að ákæruvaldinu BER hvort sem er að gefa út ákæru í þessu máli

Ég vildi bara benda á að líkamsárás þessi telst stórfelld í skilningi 218. greinar hegningarlaganna og samkvæmt 24. grein laganna ber ákæruvaldinu að gefa út ákæru vegna sérhvers refsiverðs verknaðar. Ég skil því ekki hvers vegna menn eru að velta þessu fyrir sér svona mikið. Beint í grjótið með hann.
mbl.is Knattspyrnudómari kærir líkamsárás til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers þarf reglur um samkeppni?

Ég hef aldrei skilið það almennilega. Maður myndi enda halda að neytendur hafi vit fyrir sér og velji einfaldlega þann sem býður best hverju sinni. Þeir sem ekki geta boðið betur verða þá bara undir í samkeppninni. Fólk kjósi þá bara með veskinu í stað þess að lögfræðingar láti sig málin varða endalaust. Er það ekki þannig sem þetta á að virka hvort sem er?

Ég er nokkuð viss um að málin hér heima væru í betra horfi ef markaðurinn fengi að þróast og þroskast í friði.


mbl.is 20% af tíma Samkeppniseftirlitsins fer í málefni tengd matvörumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eina rétta í stöðunni er auðvitað að klára dæmið

Þótt stríðið hafi máske ekki gengið alveg sem skyldi, þá verð ég þó að segja það að uppgjöf væri út í hött. Það eina sem Bandaríkjaforseti getur gert í stöðunni sem hann er lentur í er að sýna klærnar aðeins meir og klára dæmið þarna fyrir austan. "Tear up some dirt," eins og maðurinn sagði.

Best ef hægt væri að klára þetta fyrir jól svo menn komist aftur heim til sín fyrir hátíðirnar. 


mbl.is Bush sagður ætla óska eftir 50 milljarða dala aukafjárveitingu vegna Íraksstríðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein vonbrigðin

...sem ættu þó ekki að koma á óvart eftir það sem á undan er komið frá borgarstjórninni á þessu tímabili.

Vil minna á orð Vilhjálms Vilhjálmssonar borgarstjóra frá 18. apríl, daginn sem miðbærinn stóð í ljósum logum: ,,Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði í gær að húsin yrðu endurreist en þær menningarminjar sem hurfu í eldinum í gær eru óbætanlegar og tjónið því gríðarlegt og það blasti við vegfarendum í miðbænum í dag.,, (Heimild: Fréttastofa RÚV, sjá hér: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item151484/).

 Ætli við megum þá ekki eiga von á enn einu speglahúsinu þarna á næstunni? Speglahúsi með Nóatúnsverslun og bankaútibúi? Eða N1-bensínstöð?


mbl.is Reykjavíkurborg kaupir ekki Austurstræti 22
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingum bankanna um að kenna

Hvað er meira að segja um þetta? Neytendur eru ginnkeyptir fyrir auglýsingum og markaðsmennsku, enda bara mannlegir. Ég held að bankarnir ættu heldur að vera raunsæir í auglýsingum sínum í stað þess að hvetja neytendur í sífellu til að taka lán á lán ofan. Gott dæmi um það er þegar bankar stæra sig af því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á yfirdráttarlán með AÐEINS 20,4% vöxtum á ársgrundvelli. Mér finnst að menn ættu að skammast sín.

Þá tekur botninn alveg úr þegar maður horfir upp á ónefnd fjármálafyrirtæki sem hvetja fólk sem ekki veit betur til að taka lán í erlendri mynt þegar krónan er í sögulegu hámarki.

Eru ekki til lög um svona kjánaskap? Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Íslenskir neytendur bjartsýnir þrátt fyrir óróa á fjármálamörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar var lögreglan?

Þetta er sem ég hef áður sagt. Væri lögreglan virkari við "eðlilega" löggæslu yrði minna um uppivöðslusaman óþjóðalýð sem gerir almennum borgurum lífið leitt. Það þarf enginn að segja mér það að upp um athæfið hefði komist öllu fyrr hefði lögreglan verið sýnilegri í hverfi þessarar aumingja fjölskyldu. Ég vil taka það fram að ég tel það ekki "eðlilega" löggæslu að planta eftirlitsmyndavélum við Hringbrautina og taka ljósmyndir af ökumönnum sem aka á eðlilegum umferðarhraða á meðan menn sitja í rólegheitum inni á stöð. Ekki orð um það meir.

Ég þarf heldur ekki að fara mörgum orðum um það að fólk hagaði sér ekki eins og óuppdregnir dónar ef það væri ekki upp á klafa eiturlyfjadjöfulsins komið. Hver á að sjá um að halda honum í skefjum? Einhverjar uppástungur? Ég er í það minnsta með eina.


mbl.is Ljót heimkoma fjölskyldu í Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allur að braggast...

Sælinú.

Ég hef lítið ritað á bloggið síðustu daga vegna krankleika sem ég kýs að tjá mig ekki nánar um að sinni. Ég ætla hins vegar að hefja skrif að nýju tvíefldur, um málefni líðandi stundar sem liggja mér á hjarta.

 

P.s. Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman að vera til.


Guðlaugur Þór er yndislegur maður

Ég þekki hann eilítið persónulega og hef ekkert nema gott um hann Guðlaug okkar Þór að segja. Ég treysti honum fullkomlega til að taka hárréttar ákvarðanir hverju sinni.

Ég hef það á tilfinningunni að hann Guðlaugur eigi eftir að verða einhver farsælasti ráðherra í starfi í manna minnum. Sannið þið til.


mbl.is Eru 150 milljónir nóg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Þingmaður
Þingmaður
Fyrrum þingmaður sem ekki vill láta nafns síns getið.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband