3.9.2007 | 14:13
Undirbúningur að slátrun bestu mjólkurbeljunnar hafinn
Er það ekki nokkuð augljóst að þetta er fyrsta skrefið í átt að stærstu einkavinavæðingu Íslandssögunnar?
Merkilegt að þetta skuli gerast núna, þegar augu fólks eru fyrst að opnast almennilega fyrir möguleikum endurnýjanlegrar orku. Ætli ráðamenn séu ekki búnir að koma auga á þessa möguleika og hversu dýrir þeir geta verið í framtíðinni? Ætli almenningur sé búinn að því? Nei, ég held nefnilega ekki.
Ég spái því að þetta verði upphafið að endalokum eiginlegs sjálfstæðis íslenska ríkisins. Þegar sjálf orka landsins og er komin í eigu erlendra aðila og hitinn sömuleiðis á aldeilis eftir að kólna á klakanum - en hitna undir ráðamönnum - á meðan peningamenn með úttroðin veski ylja sér hins vegar við tilhugsunina um "bláa gullið" sitt.
Tillaga um að breyta OR í hlutafélag samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.