26.2.2008 | 09:43
Dæmigert fyrir lögregluna
Alveg gat maður sagt sér það sjálfur að lögreglan væri of upptekin við að sekta fólk fyrir að leggja ólöglega til þess að koma fólki til aðstoðar sem þarfnaðist virkilega hjálpar hennar.
Hefur þessi staða komið upp oftar en einu sinni hjá a.m.k. tveimur nánum ættingjum mínum. Þegar fólk neyðist til að brjóta umferðarlög af einhverjum ástæðum er lögreglan hins vegar strax komin á staðinn og búin að skella andlitinu á fólki á forsíðu mbl.is. ÞÁ STENDUR EKKI Á VIÐBRÖGÐUNUM!
Getur verið að lögreglan láti sig varða slík smávægileg umferðarlagabrot vegna þess að fyrir brot á þeim má krefja ökumenn um sektir sem renna beint til sveitarfélagsins? Og að hún láti sig litilu varða brot á almennum hegningarlögum og sérrefsilögum vegna þess að sektir vegna brota á slíkum lagabálkum renna til ríkissjóðs?
Hér þarf að breyta um áherslur og það strax. Það sjá allir sem vilja sjá.
Barði vagninn að utan og jós svívirðingum yfir bílstjórann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hraðamyndavélar hafa sama tilgang, þ.e. að plokka peninga af almenningi.
Það að fá tiltal frá lögreglumanni án sektargreiðslu, eða jafnvel bara bendingu frá honum á ferð, er alveg jafn áhrifaríkt, og mun "mannlegri" leið við löggæslu. En það er ekki mögulegt við okkar bókhaldararæði. Embættið verður að hafa sértekjur, annars fær einhver í fjármálaráðuneytinu flog.
Úlfur (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 13:19
Lögreglan þarf að fara að læra að forgangsraða. Hvort er mikilvægara að stöðva alvöru ökuníðinga, eða fjölskyldufólk í sunnudagsbíltúr í Austurstræti þar sem gleymst hefur að spenna beltið og ekið er á 15 km. hraða að næsta kaffihúsi ? Síðan er meðhöndlun á ökumanni eins og um glæpamann sé að ræða og dónaskapurinn eftir því. Það er eins og sumir lögregluþjónar haldi að með því að vera í búning þá megi þeir haga sér eins og þeir vilja !!
Tuddi (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.