13.2.2008 | 14:27
Upptaka Evru er móðgun við sjálfstæðisbaráttuna
Ég á mjög erfitt með að trúa því að framámenn í íslensku viðskiptalífi langi í raun og veru að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil með ESB. Ég á erfitt með að trúa því að nokkurn Íslending langi í raun til að varpa gjaldmiðli íslensku þjóðarinnar fyrir róðann, til þess eins að tryggja sig fyrir erlendum gengismun!
Krónan er það sem sameinar íslensku þjóðina. Líklega er krónan síðasta sameiningartáknið sem við eigum öll saman. Ekki vill fólk kasta því á glæ til að rúna nokkrar krónur af tapi í niðursveiflum?
Nú hljómar þetta kannski eins og eintóm tilfinningarök, en ég vil minna á að mannskepnan er tilfinningavera - ekki liður í ársreikningi.
Kallar eftir skýrri evrustefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Burt með krónuna - Sem allra fyrst! Við munum ganga í Evrópusambandið hvort eð er á endanum, best að gera það bara strax!
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 14:33
Gaui. Þessi rök eru svona svipuð eðlis og: fremdu sjálfsmorð strax, þú drepst hvort eð er á endanum.
Loka landið inn í ESB er viðskiptalega, fáránleg hugmynd. Við njótum allra viðskipta kjara og getum ráðið því hvort við tökum upp lög esb eða ekki. Við getum líka gert hagstæða viðskipta samninga sem ESB mun aldrei geta eða vilja gera því ESB er ekki fríverslunar svæði nema innan ESB. Allt fyrir utan ESB er vont að þeirra mati.
Fannar frá Rifi, 13.2.2008 kl. 14:47
Í haust vann ég í Frakklandi og fékk útborgað í Evrum. Á meðan á því stóð fannst mér ég vera alvöru maður. Ég var með Evru visakort í evrópskum banka. Það var góð tilfinning og ég sakna hennar.
Mér finnst ófært að fá útborgað í gjaldmiðli sem sveiflast upp og niður um tíu prósent á einni viku. Ég vil geta tekið lán í evrum og borgað af því í evrum. Ég vil ekki vera upp á íslenska banka kominn.
Krónan er sama orð og Kóróna sem minnir á danska einokun. Á henni eru myndir af fiski og framsóknarmönnum. Ég mun ekkert sakna hennar, hvorki tilfinningalega né skynsemislega.
Ég mun gleyma henni jafn örugglega og ég gleymdi krónunni sem var með aukanúllunum aftaná. Man einhver eftir henni?
Kári Harðarson, 13.2.2008 kl. 14:53
Á hvaða mynt er mynd af framsóknarmanni?
Engum.
Á hvaða seðli er mynd af framsóknarmanni?
Var Kjarval framsóknarmaður???
Eða er Kári í ruglinu???
Bárður (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 15:07
Aðrir gjaldmiðlar sveiflast líka jafn mikið ef ekki meir. hvað halda menn að íslenska krónana sé eini gjaldmiðillinn sem breytir verðgildi og að allir hinir séu á einhverjum gull fóti?
Krónan hefur verið okkur mjög gagnleg. segið mér sem eruð ESB sinnar. ef við tökum upp krónu og missum þannig vaxtastefnu sem stýri tæki efnahagslífsins, þá er einungis eitt tæki eftir í höndum stjórnmálamanna sem hægt er að nota.
niðurskurður í ríkisútgjöldum með tilheyrandi uppsögnum á opinberum starfmönnum. þ.e. stýring á atvinnuleysi. ef það er þennsla þá verður ríkið að auka atvinnuleysið í landinu.
er það gott? eða viljið kannski leggja niður Alþingi þið Quizlingar.
Fannar frá Rifi, 13.2.2008 kl. 15:12
Þegar Evran verður tekin upp hér á landi, munu kaupmenn og aðrir söluaðilar notfæra sér brenglað verðskyn almennings til að hækka hjá sér vöruverð, líkt og gerðist hér upp úr 1/1 1981 þegar svokölluð Nýkróna var tekin upp hér við að skera tvö núll aftan af gömlu krónunni.
Þetta gerðist líka í löndum eins og Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Grikklandi, þegar þessi lönd tóku upp Evruna. Verðlag hækkaði þá mjög mikið í þessum löndum.
Gunnar Afdal (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 15:24
Fannar, þú meinar væntanlega "Ef við tökum upp evru"... skrifaðir hins vegar "Ef við tökum upp krónu"....
Það er margt rétt, kaupmenn munu notfæra sér brenglað verðskyn EF þetta verður gert með þessu óskipulagða hætti sem Erlendur Hjaltason er að ræða um.
En upp á móti þá er gengissveifla evrunnar sú sama hjá öllum þeim þjóðum sem hana nota. Ef við getum tekið Evru upp án inngöngu í ESB þá er það hið besta mál. En upp á móti þá ef innganga í ESB er eina leið til þess að taka upp evruna þá koma kostir og gallar í ljós, þó svo einn af þeim einu göllum sem hinn almenni Íslendingur vælir yfir og virðist þekkja sé lögsögu"ránið" mikla. Það eru aðrir gallar, og svo eru gríðarlegir kostir þar að auki.
ViceRoy, 13.2.2008 kl. 15:47
Íslenska krónan sameinar EKKI Íslensku þjóðina, vaknaðu maður og svo er annað við verðum að horfa á breyttar aðstæður í efnahagslífi heimsins. Gengi Íslensku krónunnar er EKKI ákveðið af Íslendingum, heldur erlendum "spákaupmönnum" og þegar þeim finnst nóg komið og Íslenska krónan hefur skilað þeim "hagnaði" sem þeir telja ásættanlegan verður krónunni bara "kastað". Er hægt að tala um að við séum sjálfstæð þegar við ráðum ekki einu sinni genginu á eigin gjaldmiðli?
Jóhann Elíasson, 13.2.2008 kl. 20:07
Jóhann og þú heldur að önnu ríki hafi miklu meiri stjórn á gjalmiðli sínum heldur en við? kannski líka að öll vandamál heimsins muni lagast ef við seljum okkur til Brussel. þú vilt kannski líka afnema lýðveldið og ganga Dönum aftur á hönd?
Fannar frá Rifi, 13.2.2008 kl. 21:39
Ertu virkilega jafn grænn og fáninn gefur til kynna? Ef þú skyldir ekki vita það, þá erum við komin lengra inn í ESB en þig grunar, þú ættir bara að LESA EES-samninginn, þá sérðu þetta kannski. Við höldum úti MINNSTA "sjálfstæða" gjaldmiðli í heimi og vegna þess hve viðkvæmur hann er fyrir öllum breytingum er hann tilvalið skotmark fyrir spákaupmenn. Það að tala um að leggja niður lýðveldið og ganga Dönum á hönd eru þín orð og ég get ekki með nokkru móti séð að þau ummæli séu svaraverð.
Jóhann Elíasson, 13.2.2008 kl. 23:20
með þínum rökum ættum við að stofnsetja her hérna. við erum stærsta land í heiminum sem ekki hefur her. þannig að ert þú hlynntur því að ísland stofni atvinnuher með þeim sömu rökum og þú beitir í með ESB aðild?
og afhverju tökum við ekki bara upp svissnesku leiðina? tvíhliðasamningur. það hefur gefist vel hingað til við önnur ríki. eða er ESB öðruvísi en önnur ríki? er þetta kannski USE?
Fannar frá Rifi, 14.2.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.