20.11.2007 | 14:20
Húsnæðismarkaðnum handstýrt af jafnaðarmanni
Hljómar þetta ekki ekki dálítið eins og formáli uppskriftar að stórfelldu skipbroti húsnæðismála hér á landi?
Ég hugsa að flestir séu sáttir við að markaðsmálin fái að þróast í takt við óskir seljenda á markaðinum, í stað þess að þau þróist í takt við óskir ungs fólks sem telur sig of fínt til að leigja íbúðir eins og aðrir hafa þurft að gera.
Viðfangsefnið er að snúa þróun á húsnæðismarkaði við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
LOL,
Ég held að þetta sé aumkunarverðasta færsla sem ég hef nokkurn tíman séð á netinu, og er af nógu að taka
Værir þú til í að leigja 3 herbergja íbúð á 150.þús.?(þá er ég ekki að tala um 3 herbergja svítu, einungis rennandi vatna, kannski smá dallur, og síðan nettur bakaraofn, jú og lítið af rottum ef það væri hægt).
Hvað er markaðnum annað en stýrt í dag, og hefur verið undanfarin ár. Annars held ég að það þíði ekki að ræða þessi mál við þig. Orðið gerpi fær alveg nýju merkingu
Jóhannes (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 14:53
segi nu bara að það sé gott að þú sér FYRRUM þingmaður.
ekki getið (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 14:54
Ég tel mig nú ekki vera of fínan fyrir leiguhúsnæði en hins vegar eftir að hafa leigt í 2 ár fannst mér ég hreinlega vera búinn að sturta 80.000kr niður í klósettið hver mánaðamót (leigan orðin hærri í dag). Þess vegna barðist ég heldur við það að kaupa mér ýbúð.
Ernir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 14:57
Jóhanna er væntanlega eini þingmaðurinn á Alþingi með réttlætistilfinningu og vinnur hart að því að bæta kjör þeirra sem minna mega sín. Það er aðdáunarvert. Viljum við fasistakerfi eins og í USA eða velmegunarkerfi eins og t.d. Svíþjóð eða Danmörku?
Það var algjörlega óábyrgt af framsóknarflokknum að hækka lán íbúðalánasjóðs í 90%. Öll þessi lán og hækkandi vextir koma mjög mörgum í mikil vandræði og nú verður algjör kleppur fyrir ungt fólk að ráðast í íbúðakaup.
Ég styð Jóhönnu!
Gestur (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 14:59
Gestur minn kær. Ég man ekki betur en að sú hugmynd Framsóknarflokksins að hækka lánshlutfall LÍN í 90% hafi verið lofuð í hástert sem kjarabót fyrir þá sem minna mega sín á sínum tíma. Svo eru margir vitrir eftir á og tala um það í dag að það hafi verið óábyrgt. Það eru bara svo margir sem geta bara verið vitrir eftir á. Og hvað með Sjálfstæðismenn? Bera þeir enga ábyrgð? Hefði stóra flokknum í ríkisstjórn ekki borið að setja frömmurum stólinn fyrir dyrnar ef þetta var glapræði?
Binni (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 15:32
Takk fyrir þetta, nafnleysingjar. Það er ágæt þumalputtaregla í hagfræðinni að hver og einn fær jafnan það sem hann á skilið. Þeir sem eiga ekki íbúð í dag eru að öllum líkindum (ath. ekki alhæfing) fólk sem ekki á skilið að eiga íbúð.
Með því meina ég að sjálfsögðu ekki að þeir sem eigi ekki sína eigin íbúð séu verra fólk en þeir sem eiga íbúð. Með því á ég við að þeir sem eiga íbúð í dag, séu þeir sem hafi unnið fyrir því að eiga íbúð - miðað við þær aðstæður sem voru til staðar þegar þeir eignuðust sína íbúð. Séu aðstæður þannig erfiðar í dag fyrir þá sem vilja kaupa sína eigin íbúð, þýðir það einfaldlega að þeir þurfi að vinna aðeins harðar að því. Ekki gefast upp!
Þingmaður, 20.11.2007 kl. 15:40
Lánshlutfall íbúðarlánssjóð hefur vissulega átt þátt í þessari þróun en orsökin er þegar græðgi bankana fór að seilast eftir fleiri lántökuþegum. Bankarnir kepptust við lækka vexti sem tóku engin mið af verðbólgu né skertu lánshlutfalli. Það var hægt að taka 100% lán á rétt rúlega 4% vöxtum á meðan Íbúðalánastjóður bauð upp á aðeins 90% lán á yfir 5% vöxtum.
Bankarnir né íbúðarlánasjóður þarf samt ekkert að hafa áhyggjur af því að skaðast því lánin þeirra eru gulltryggð með verðbótum sem hækka bæði vexti og höfðstól.
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 15:48
Þó svo ég sé ekki sammála öllu sem kemur fram í þessum pistli er hinsvegar finna einhver sannleika. Sú atburðarrás sem nú er komin af stað er tilbúin og alls ekki takt við aðstæður á markaði. Þá má vel vera að ungt fólk eigi erfitt með að kaupa sér. En kaupa sér hvað? Ekki fyrir svo alls löngu var góð frétt á Rúv. Þar var viðtal við unga stúlku, vænti þess að hún hafi verið kaupa sér í fyrst skipti. Þar kom fram í hennar máli að vandmálið væri að hún gæti ekki keypt sér íbúð fyrir meira en 20 millj og nú væri leit hennar einskorðuð við verðbilið 15-20 millj. Því spyr maður sig, hver var tilgangurinn með þessari frétt, styður hann ekki bara orð þeirra, m.a forsætis- og félagsmálaráðherra, að ástandið sé orðið óbærilegt fyrir ungt fólk'Svarið við þessari spurning hlýtur að vera neitandi. Þetta er ekki vandamál nema í þeim skilningi að þetta er "lúxusvandmál". Vandmálið er ekki að ungt fólk getur ekki keypt sér, heldur er vandamálið að ungt fólk getur ekki keypt sér nógu dýrt. Þetta er í raun mjög einfalt reiknidæmi. Tökum sem dæmi einstaklinga sem er nýkominn úr námi með tekjur upp á 250 þús eftir skatt. Hann getur skv. formúlum bankanna og ÍLS, notað 150 þús á mánuði í að borga af lánum en þarf að hafa 100 þús í framfærslu (hiti, rafmagn, bíll, matur o.s.frv.). Segjum sem svo að hann kaupi 22,5 millj króna íbúð, taki hámarkslán hjá ÍLS, þá er afborgunin 90-100 þús (notast við 30 og 40 ára lán- http://www.ils.is/lanareiknir/greidslubyrdi.aspx). Eftir standa 50 þús sem hann hefur til að borga af lánum. Ef þessi viðkomandi á ekkert og þurfi að taka afganginn 4,5 millj, að láni t.d. með lífeyrissjóðsláni með veði í annarri fasteign (slíkt var ekki óalgengt þegar lánshlutfalla ÍLS var 65% og 70%) þá gengur dæmið upp (http://lsr.is/calculator.asp?catID=27). Svo legg ég það í hendur á fólki að reikna dæmið miðað við hin ýmsu laun.Það hvort ungt fólk búi í 2ja eða 3ja herb. íbúð er ekki vandmál að mínu mati. Hins vegar má velt því fyrir sér hvort það sé eðlilegt að ungt fólk hugsi sem svo að það þurfi helst að búa í 100 fm eða stærri íbúð, sem slegin er marmara.
Sindri (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 16:13
Vil nú bara skella inn einni færslu...
Það fólk sem telji sig of fínt til að leigja? Leigumarkaðurinn er orðinn ga-ga... Og það er sennilegast ein versta fjárfesting sem þú getur eytt í, það er að leigja íbúð. Fyrir utan það að þeir sem leigja, þurfi að standa skil á afborgunum annara uppí íbúðina sem þeir búa í og miklu meira en það, þá er ef leigjandinn sættist ekki á hækkandi leiguverð, er leigusamningi einfaldlega sagt upp og viðkomandi þarf að finna sér aðra íbúð til leigu.
Þessum peningum (fyrir leigjandann) er hreinlega hent í klósettið, þar sem hann er ekki að eignast nokkurn skapaðan hlut, nema þak yfir höfuðið þann tíma sem hann er þar.
Eins og staðan er í dag, mjög svo viðkvæm, er ekki sniðugt að kaupa íbúð, en það er þar að auki óhagstætt að leigja. Þar sem íbúðarverð er hryllilega hátt og eiginlega hlægilegt, þá er leiguverð gríðarlega hátt. Þeir sem keyptu íbúð til að leigja út fyrir 15 árum, og eru að borga t.d. 40-50 þúsund á mánuði af íbúðinni, leigja hana út á 100-120 þúsund, því það getur það, þar með er ágóðinn orðinn allnokkur, 60-80 þúsund (þar af svo væntanlega 10% skattur, fasteignagjöld og svo húsasjóður ef hann er fyrir hendi, hiti og rafmagn)... Þeir sem keyptu nýlega græða þó töluvert minna á leigunni, en hins vegar keyptu þeir köttinn í sekknum ef fasteignaverð hríðlækkar með árunum. Sama gildir auðvitað um það fólk sem keypti fyrir eigin not, þar sem það tapar á að selja íbúð ef lækkanir eiga sér stað og það að leigja út borgar sig ekki því leiguverð lækkar með fasteignalækkunum.
Hvar stendur fasteignamarkaðurinn þá? Þetta er eins slæmt ástand og getur orðið, því þetta virðist ætla að verða að bölvuðum vítahring.
ViceRoy, 20.11.2007 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.