30.8.2007 | 15:52
Til hvers þarf reglur um samkeppni?
Ég hef aldrei skilið það almennilega. Maður myndi enda halda að neytendur hafi vit fyrir sér og velji einfaldlega þann sem býður best hverju sinni. Þeir sem ekki geta boðið betur verða þá bara undir í samkeppninni. Fólk kjósi þá bara með veskinu í stað þess að lögfræðingar láti sig málin varða endalaust. Er það ekki þannig sem þetta á að virka hvort sem er?
Ég er nokkuð viss um að málin hér heima væru í betra horfi ef markaðurinn fengi að þróast og þroskast í friði.
20% af tíma Samkeppniseftirlitsins fer í málefni tengd matvörumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff, hvar á maður að byrja ..
Íslandsflug flaug eitt sinn til Neskaupstaðar. Annað flugfélag flaug til Egilsstaða og bauð Norðfirðingum ódýrara verð, ókeypis rútuferð upp á egilsstaði, og léttar veitingar á flugleiðini.
Síðan þegar Íslandsflug var búið að gefast upp þá hækkuðu aftur flugfjöldin frá egilsstöðum og borga þurfti fyrir rútuna. Og þá var ekki lengur neitt flug frá Neskaupstað.
Það eru bara svo mörg dæmi um að menn sem hafa fengið snilldar hugmyndir hafa verið reknir í gjaldþrot af stærri fyrirtækjum sem undirbuðu þá þegar þeir voru að byrja.
Var ekki eitthvað ís fyrirtæki, sem kom fyrst á markað á Íslandi með 'sorbet' (vatnsís) eitt sinn og sem MS undirbauð þangað til þeir urðu gjaldþrota.
Fransman (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 16:01
Dæminn eru endalaus, kannski þú ættir að kynna þér rekstrarfræði. Gott þú varst bara varaþingmaður heheheheheheehhe
Johnny Bravo, 30.8.2007 kl. 16:08
Dæmið er að mínu mati afar einfalt. Annaðhvort eru fyrirtæki samkeppnishæf eða ekki. Standist þau ekki samkeppni annarra aðila eiga þau ekkert erindi inn á markaðinn. Séu hugmyndirnar slíkar snilldarhugmyndir lifa þær náttúrlega áfram, óháð því hvað samkeppnisaðilinn vill gera.
Þingmaður, 30.8.2007 kl. 16:54
Gylfi: Ertu að kalla mig leigupenna?
Þingmaður, 30.8.2007 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.