17.8.2007 | 09:52
Hvernig væri að lögreglan tæki málin í sínar hendur í staðinn?
Væri það ekki mikið eðlilegri lausn ef lögreglan myndi fjarlægja þá einstaklinga sem "áreita" vegfarendur heldur en að borgarstjórinn hlutist til um það hvar ríkiðvaldið kýs að selja áfengi?
Ég er annars satt best að segja alveg að fá mig fullsaddan af þessari afturhaldssemi Vilhjálms.
Vill vínbúðina burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég hjartanlega sammála þér háttvirti fyrrverandi þingmaður.
Væri ekki nær að Vilhjálmur reyndi að efla menninguna almennt í borginni og dreifa álaginu, sem skapast á þessari einu menningarnótt, á allt árið. Einn liður í því er einmitt að gefa almenningi kost á að kaupa kaldan bjór og kalt freyðivín í Vínbúðinni í Austurstræti.Ég lenti einmitt í því á laugardaginn að þurfa að drekka heitt freyðivín er ég fagnaði fræknu afreki mínu og minna í Glitnismaraþoninu. Hvenær myndi hæstvirtur borgarstjóri Breiðholtsins sætta sig við að þurfa að bóða uppá, hvað þá drekka sjálfur, heitt freyðivín í sínum móttökum? Er ekki bannað að mismuna fólki á Íslandi?
Hafðu þúsund þakkir fyrir þína einkar málefnalegu pistla. Það er ljóst að íslenska þjóðin fer mikils á mis að hafa þig ekki lengur á Alþingi.
Hlaupakonan (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.