Leita í fréttum mbl.is

Ekki viss um að þau eigi að vera hærri

Frænka mín vann á leikskóla í hartnær tvö ár. Hún sagði mér að leikskólastarfið væri ekki ýkja erfitt, auk þess sem námið sjálft er alls ekki langt. Launin væru því alls ekki ósanngjörn miðað við vinnuframlag. Ég er því á báðum áttum með það hvort leikskólakennarar eigi að mikið meira í laun en þeir fá núna.
mbl.is Eiga laun leikskólakennara að vera hærri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst að leikskólakennarar og almennt allir kennarar eigi að fá meira borgað.. þeir tæknilega séð ala upp börnin okkar.

Silja (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 14:10

2 Smámynd: Þingmaður

Er þetta ekki svipað og að segjast ekki hafa tíma til að ala upp börnin sín sjálfur og biðja síðan sveitarfélögin um að punga út peningum til að ala þau upp fyrir mann?

Þingmaður, 16.8.2007 kl. 14:15

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Ef fyrrum alþingismaður hefur unnið jafn vel að athugunum á málum og kom upp á þinginu og þessu máli - er ég ekki hissa á að hann sé fyrrum.  Sennilega er það hvað starfið er létt og þægilegt í leikskólum að jafn hátt hlutfall ófaglærðra rennur í gegn um störf þar. Með kærri kveðju og von um að fyrrum leggist í meiri rannsóknir - kíki jafnvel inn á heimasíður Kennaraháskólans og Háskólans á Akureyri.

Kristín Dýrfjörð, 16.8.2007 kl. 14:16

4 Smámynd: Þingmaður

Kristín: ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara með þessu. Hvað á ég að gera inni á heimasíðum KHÍ og HR? Lesa mér til um námsleiðirnar? Værirðu til í að setja þessar upplýsingar hingað inn?

Kristinn: Frændi vinar þíns hefur þá örugglega verið alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn. Það eru flestir á þeirri skoðun að alþingismenn Framsóknarflokksins ættu ekki að fá jafnhá laun og aðrir alþingismenn.

Þingmaður, 16.8.2007 kl. 14:30

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki er rökfærslan kræsileg, ef þú hefur eina "frænku" sem matsatriði á verkframlag leikskólakennara.  Fyrir mér er þetta einfalt.  Það er fullt af fólki að vinna með börnin okkar á lúsarlaunum og lítur á starfið sem skítadjobb og vinnur það í samræmi við það.  Þetta má forðast með því að hækka launin og velja fært fólk til starfans.

Ég er ekki hissa á að þú geymir þig bak við nafnleysi.  Með þessar skoðanir ertu þú bara ruslatunnupólitíkus.  Eitthvað skyldur Pétri Blöndal kannski?

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 14:32

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Ææi kæri, kæri alþingismaður - hélt kannski að þú mundi öðlast einhverja hugmynd um starfið og námið með því að skoða heimasíðurnar. En sennilega er það bara vitaleysa í mér - þú gætir samt reynt að ræða við fleiri en frænku þína. Þó ekki nema til að fá fleiri sjónarmið. En ég hélt reyndar að það hafi verið ýmsir sjallar sem sjaldnast sæjust í pontu á hinu háa alþingi. Svo verð ég að upplýsa þig um að framsóknarmenn teljast í útrýmingarhættu og verða því bráðum settir á heimsminjaskrá - eða lista á tegundir í útrýmingarhættu, þannig að það er næstum að verða alveg bannað að gera grín að þeim.    

Kristín Dýrfjörð, 16.8.2007 kl. 14:40

7 Smámynd: Þingmaður

Ég er nefnilega heldur ekki viss um að við fáum betri mannskap með því að hækka launin. Ef við hækkum laun leikskólakennara um tja, segjum bara 100%, endum við þá ekki bara með leikskóla fulla af fólki í gróðavon? Værum við þá ekki bara að starta nýju gullæði í leikskólum landsins og börnin okkar væru pössuð af fóstrum með dollaramerki í augunum? Ekki kræsilegt andrúmsloft fyrir börnin mín.

Þá vil ég frekar hafa fólk á leikskólunum sem passar börnin mín af því það hefur meira gaman að börnum en peningum.

Þingmaður, 16.8.2007 kl. 14:42

8 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæll aftur, ég vil líka hafa fólk sem hefur meira gaman af börnum en peningum í leikskólanum, en fólk verður nú líka að lifa. og þegar það gerir sér grein fyrir að það getur ekki lifað af því sem leikskólastarfið gefur - þá sækir það í önnur störf.  Ég skal líka trúa þér fyrir vel varðveittu leyndarmáli, jafnvel þó við hækkuðum launin um 200% héldist fólk ekki í starfi nema hafa áhuga og vilja til að vinna með börnum. Og jafnvel þó launin hækkuðu um 200% væri engin gróðravon í því.

Kristín Dýrfjörð, 16.8.2007 kl. 14:57

9 identicon

Þessi frænka þín er greinilega ekki mjög vel með á nótunum. Leikskólakennaranám til bachelor gráðu er 3 ár í dag eða jafn langt og nám til bachelor gráðu í velflestum öðrum greinum.

Einar (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 15:03

10 Smámynd: Þingmaður

Kristín, þetta er einfaldlega rangt hjá þér. Ég held að fólk endist alveg í svona starfi án nokkurs áhuga á börnum. Þú vilt þó ekki meina að allt fólkið í frystihúsunum vinni þar vegna brennandi áhuga á frosnum fiski? Fólkið sem vinnur í frystihúsunum er mjög sennilega þar eingöngu vegna peninganna - að undanskildum máske örfáum fiskiperrum.

Nei, ég stend fast við mína skoðun. Fólk á að vinna á leikskólum ánægjunnar vegna en ekki peninganna.

Þingmaður, 16.8.2007 kl. 16:12

11 identicon

Sjálfur Davíð Oddsson rökstuddi nú starfskjör og eftirlaunakjör alþingismanna með þeim orðum að þau þyrftu að vera góð til að fólk nennti þessu (en hefur væntanlega meint; svo fólk sækti í þessi störf og væri til í að leggja sig allt fram). 

En eigum við ekki að gera sömu kröfu á alþingismenn og gerð eru á kennara, leikskólakennara, ljósmæður, hjúkrunarfræðinga og fleiri? Að þeir vinni þetta af hugsjóninni fyrst og fremst, og að glerþakið þeirra miðist við 300.000 kr. - fyrir skatta?

Gréta (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 17:21

12 identicon

Fólk með svona afgerandi skoðanir ætti að sýna okkur sóma sinn í því að koma fram undir nafni. Mér þætti líka gaman að vita við hvað þú vinnur og hvort það er áægjunnar vegna sem þú stundar þína vinnu eða peninganna vegna - hmmm!!!
Það skiptir vissulega máli að fólk sem vinnur við umönnunnarstörf hafi áhuga á vinnunni sinni og því hæpið að líkja saman starfstéttum sem annars vegar vinna við umönnun á fólki á öllum aldri og svo þeim sem vinna störf sem ekki tengjast umönnun, þar skiptir það ekki máli hvort um er að ræða háskólamenntað fólk með svimandi há laun eða verkafólk.
Ég mæli með því að þú ráðir þig í umönnunnarstarf hið snarasta og tjáir þig svo um það hvort umönnunnarstörf séu  létt og löðurmannleg sem ekki verðskuldi mannsæmandi laun.

Hanna Berglind
leikskólakennari á  Akureyri

hannaberglind (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 17:22

13 identicon

Já mig skal ekki undra að þú sért fyrrverandi alþingismaður, satt best að segja undrar mig að þú hafir komist á þing miðað við hvað þú lætur heimskar fullyrðingar fara frá þér. Þú ert hræddur um að leikskólarnir mundu fyllast af fólki í gróðarvon, ef launin væru betri væri þá ekki frekar hægt að velja hæfasta fólki inn í stað þess að nánast neyðast til að ráða inn hvern sem er til þess eins að ná að manna stöðurnar og þurfa ekki að loka heilu deildunum??

Núna eru laun þingmanna talsvert hærri en leikskólakennara, segðu mér eru bara einstaklingar á þingi með peningamerki í augunum og sækjast eingöngu eftir gróða en hafa ekki áhuga á að gera gott fyrir land og þjóð?

Katrín Lilja (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 17:55

14 identicon

Tek undir orð Kristínar og vona að viðkomandi fyrrverandi alþingismaður leggist í aðeins meiri rannsóknir og skora hér með á viðkomandi að fá sér vinnu í umönnunargeiranum til að öðlast meiri innsýn. Í raun er færslan svo illa sett fram að maður getur ekki annað en vorkennt viðkomandi fyrir að vera svona fáfróður.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 18:07

15 identicon

Iss hef ekki nokkra trú á því að þetta sé þín skoðun, finnst þetta vera meira svona bull til að æsa liðið upp.

Ef fólk er til í að starfa á leikskóla ánægjunnar vegna með þessi laun og gerir það vel, getur þú þá ímyndað þér hvernig afköstin yrðu ef það hefði efni á að fara út að borða á Argentínu steikhús eftir langan og ánægjulegan vinnudag, fara svo vel mettað og sælt að sofa í rándýru heilsurúmunum sínum og vakna við fiðlukvartett á hverjum morgni:)

Prófum að  segja þetta við alþingismennina okkar..." hva...afhverju þarftu svona há laun? Ertu ekki að vinna fyrir okkur ánægjunnar?"

Íris (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 18:27

16 identicon

eg held ad það gleymist að leikskólakennarar þurfa að lifa á þessum launum, dugar ykkur 230.000.- kr. fyrir skatta á mánuði til að sjá um ykkar fjölsk.?

Ég er leikskólakennari og vinn 100% vinnu (40 klst á viku) og er með börnunum 35 klst á viku, í morgunmat, í hádegismat, skeina og klæða ofl. sem betur fer er finnst mér gaman í vinnunni minni en launun eru allt og LÁG . Þanning að þeir sem segja að það eigi ekki að hækka laun leikskólakennara ættu að vinnu hjá okkur í eina viku og segja svo sitt álit á laununum.     

Eva (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 19:31

17 identicon

Jahá, skelfing er ég fegin að þú ert ekki lengur á þingi. Ekki hissa, en fegin. Það hlýtur að flokkast undir máttlausan rökstuðning að vitna í eina frænku sína máli sínu til stuðnings. Mæli með því að þú kynnir þér atvinnu-umhverfi leikskólakennara áður en þú berð annað eins á borð fyrir fólk. Að koma síðan fram með annað eins undir nafnleynd er til vitnis um algjört hugleysi og auðvitað verður þú minni maður fyrir vikið.

Spurning hvort alþingismenn sættust á það að sagt yrði við þá að það að starfa á þingi ætti ekki nokkur maður að gera nema eingöngu ánægjunnar vegna. Og til að tryggja að eingöngu ánægjan ráði för, hafa þá launin þau sömu og leikskólakennarar fá fyrir sína vinnu. Myndir þú sættast á það "Fyrrum(hjúkkitt) alþingismaður sem þorir ekki að koma fram undir nafni?

Hrund - leikskólakennari (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 19:38

18 Smámynd: Kristjana Atladóttir

Greinilegt að frænka þín blessuð hefur ekki verið mjög dugleg!!!!  Þetta er hörkuvinna, ég vann á leikskóla einu sinni.

Nýútskrifaður leikskólakennari undir 34ra ára aldri fær 220.243 krónur í laun (launaflokkur 110). Finnst þér það réttlátt eftir 3ja ára háskólanám?  Að ég minnist ekki á kennara sem hafa enn lægri laun, nýútskrifaðir með 198.741 krónur í laun (launaflokkur 231).

Kristjana Atladóttir, 16.8.2007 kl. 20:31

19 identicon

eina ástæðan fyrir því að ég er einmitt að hætta núna að vinna á leikskólanum er vegna þess hversu svívirðilega lág launin mín eru þar.

ef að ég fengi betur borgað þá gæti ég jafnvel hugsað mér að læra leikskólakennarann og gera þetta að ævistarfi en fyrst og síðast eru launin ekki boðleg.

Hjalti (leiðbeinandi á leikskóla) (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 20:40

20 identicon

langaði bara að koma því að að eftir skatta þá er ég með 115 þúsund í mánaðarlaun!!!!

ég held að það segi allt..........

Hjalti (leiðbeinandi á leikskóla) (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 20:59

21 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Það eiga allir rétt á góðum launum, þannig að þeir sem mennta sig fá bara betri laun.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.8.2007 kl. 22:47

22 identicon

Það ætti ekki einu sinni að þurfa að ræða það að þessi störf eiga að vera vel launuð. Sem betur fer er fólk sem vill starfa á leikskólunum þrátt fyrir launin (en örugglega ekki vegna þeirra). Ég þekki engan sem vill bara endilega fá illa launaða vinnu og ná svo ekki endum saman, hvað þá að geta leyft sér eitthvað aukalega. 

Svo svona í framhjáhlaupi þá held ég að þessi svokallaði fyrrverandi alþingismaður sé eitthvað að villa á sér heimildir.
Hann er eitthvað að stríða mannskapnum held ég.  Reyna að æsa upp liðið með svona leim skoðunum.

Þórhildur (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 01:12

23 Smámynd: Þingmaður

Mig langar að biðja fólk um að gæta kurteisi, jafnvel þótt ég hafi annað sjónarhorn á verðmæti fóstrustarfsins en það gerir sjálft.

Síðan vil ég koma því á framfæri að það er frekar ósanngjarnt að bera fóstrustarfið saman við þingmennskuna. Vinnutími þingmanns er alla jafna mikið lengri en 35 klukkustundir á viku, auk þess sem hann aflar talsvert meiri ábyrgð en fóstrur!

Þingmaður, 17.8.2007 kl. 09:57

24 identicon

Umræðan hér inni er á frekar lágu plani og því varla svaraverð.

"pabbi minn er sterkari en pabbi þinn".

Ef tveir lögregluþjónar ganga saman er annar örugglega feitari. 

Lengi lifi LEIKSKóLINN.

Starfandi leikskólakennarar

Kiddfannrun (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 10:42

25 identicon

Jájá, það felst auðvitað engin ábyrgð í því að skapa næstu kynslóðum tækifæri til náms frá 18 mánaða aldri... Það er greinilegt að þú ert ekki foreldri. Þig langar já að biðja fólk um að sýna kurteisi? Er þá ekki hægt að fara fram á slíkt hið sama frá þér? Þú tekur eina stétt í þjóðfélaginu og dregur hana niður í svaðið af því "frænka" þín var að vinna í leikskóla og fannst það nú ekki merkileg reynsla. Ég er sammála þeim sem hafa ritað hér á undan að viðkomandi hlýtur að vera að villa á sér heimildir til að æsa liðið upp. Ég get ekki betur séð þegar sýnt er frá þingfundum að þar sitji yfirleitt hálfsofandi lið, svona þeir fáu sem láta sjá sig á þingfundum almennt. Það hlýtur því að vera sanngjarnt að fólkið þurfi að vinna þess utan. Held að þú ættir að kynna þér hlutina betur áður en þú berð annað eins fram. Og skammastu þín svo :)

Hrund - leikskólakennari (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 11:36

26 Smámynd: Þingmaður

Þú verður að afsaka, Hrund, ef það er þá raunverulegt nafn þitt, en ég hef sýnt fyllstu kurteisi í hverju orði sem ég hef fært hingað inn. Ég kalla það ekki að draga heila stétt niður í svaðið að vitna í orð frænku minnar sem ekki fannst mikið til starfans koma.

Kurteisi og háttprýði eru hins vegar greinilega ekki einir af mannkostum þínum. Ég frábið mér allar athugasemdir sem varða þingmennskuna og finnst það hreinlega ekki koma málinu við hvort þú eða aðrir úr þínu þjóðfélagsþrepi hafið séð þingmenn "hálfsofandi", eins og þú orðar það svo smekklega, í sjónvarpinu þínu. Við erum að tala um leikskólakennara hérna, en ekki þingmenn.

Þá finnst mér það heldur djúpt í árina tekið að halda því fram að þú "skapir næstu kynslóðum tækifæri til náms". Það eru fyrst og fremst foreldrarnir sem það gera.

Þingmaður, 17.8.2007 kl. 12:10

27 Smámynd: Elías Theódórsson

Foreldrar sem ala upp sín börn sjálf og nýta þar með ekki niðurgreidda leikskóla, hvað ættu þau að fá í laun?

Elías Theódórsson, 17.8.2007 kl. 12:16

28 Smámynd: Þingmaður

Ég veit það bara ekki. 0 krónur?

Þingmaður, 17.8.2007 kl. 12:37

29 Smámynd: Elías Theódórsson

Leikskólakennari sem elur upp þitt barn kæri Alþingismaður fær laun fyrir, sveitafélagið greiðir síðan rúm 100.000 kr á mánuði vegna vistunnar barnsins. Ef þú vildir ala upp þitt barn sjálfur/sjálf og spara þar með niðurgreidda plássið sem þú hefur greitt fyrir í sköttum þínum (aðeins efnameira fólk hefur þann lúxus að geta alið upp sín börn sjálf án aðstoðar hins opinbera) og hjálpar til við að leysa mannekluna. Jafnréttissinnaður einstaklingur myndi hann ekki vilja gæta jafnræðis?

Elías Theódórsson, 17.8.2007 kl. 12:59

30 Smámynd: Þingmaður

Ég sé bara ekki hvað það kemur jafnrétti við að borga fólki fyrir að passa eigin börn. Ekki frekar en að borga fólki fyrir að bóna sjálft bílana sína.

Þingmaður, 17.8.2007 kl. 14:45

31 Smámynd: Elías Theódórsson

Af hverju eru leikskólar niðurgreiddir? Hvers vegna greiða ekki foreldrar það sem það kostar að ala upp börn þeirra?

Elías Theódórsson, 17.8.2007 kl. 15:50

32 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

PS. en nú ertu komin í andstöðu við sjálfan þig Elías, það er ekki bæði hægt að ætlast til að greiða foreldrum fyrir að vera heima og ala upp börnin og álíta það miður að öðrum er greitt fyrir, - bæði þýðir að samfélagið - að fólk eins og ég sem ekki er með börn á framfæri greiði fyrir hina. Vel að merkja þá finnst mér það hið besta mál, og er glöð að mínir skattar renni til menntunar, heilbrigðisþjónustu, lista, samgöngumála og svo framvegis. Sumt nýti ég annað ekki. Sem betur fer.

Og alþingismaður mér finnst leitt að þú skulir taka nærri þér athugasemd Hrundar um hálfsofandi fólk, við vitum nefnilega öll að þrátt fyrir að sumir virðast sofa vel í þingsölum er ekki samasemmerki milli þess og að vera óduglegur þingmaður. 

Að lokum, mér finnst afar vænt um leikskólakennarastarfið og finnst leitt að frænka þín fékk ekki að njóta bestu hliðum þess.  Að kynnast og skynja hvernig börn hugsa um og skoða heiminn. Hvernig börn læra um lífið og tilveruna.   Að vera vitni að undrum AHA uppgötunar dag hvern.

Kristín Dýrfjörð, 17.8.2007 kl. 16:05

33 Smámynd: Elías Theódórsson

Kristín, Þar sem við búum í velferðarþjóðfélai þar sem skattar eru notaðir til að jafna aðstöðu fólks til ýmissa mála svo sem menntamála, af hverju ekki að gæta jafnræðis. Þjóðfélagið býður upp á mikið niðurgreidda uppeldisþjónustu á leikskólum fyrir þá sem hana kjósa.

Fjölskylda A. Þiggja þessa þjónustu, þá geta báðir foreldrar unnið launaða vinnu.  Skattfé er notað til að ala önn fyrir börnum þeirra.

Fjölskylda B. Annað foreldrið er heima hjá börnum, fjölskyldutekjur mjög litlar, nema um sterkefnað fólk sé að ræða. 

Í anda jafnréttis barna og valfrelsis væri ekki ráð að umbuna heimavinnandi foreldri þá vinnu að ala upp sín börn? 

Elías Theódórsson, 17.8.2007 kl. 16:43

34 identicon

Veistu kæri fyrrum lþingismaður, ábyrgðin sem starfsfólk leikskóla ber er ekki minni heldur en sú sem alþingismenn bera, hún er bara á annan hátt. Starfsmenn leikskóla bera beint ábyrgð á lífi barnanna minna og þinna, þetta er fólk sem við treystum fyrir því dýrmætasta sem við eigum.  Ég get ekki séð hvers vegna þú vilt ekki launa því fólki vel.  Þar fyrir utan er svolítið kjánalegt að fara að metast um hvort starfið beri meiri ábyrgð, það sér hver heilvita manneskja að það er ekki hægt að bera þessi tvö störf saman, nema að til að verða leikskólakennari þarftu að fara í háskóla í 3 ár en til að verða alþingismaður þarftu enga sérstaka menntun.

Katrín Lilja (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þingmaður
Þingmaður
Fyrrum þingmaður sem ekki vill láta nafns síns getið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband