Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.9.2008 | 17:19
En hvað ef maður á meira en það?
Er maður þá búinn að glata því sem er umfram? Þetta eru ekkert sérlega skýr svör finnst mér.
Sparifé nýtur lögbundinna trygginga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2008 | 12:19
TN með puttana í öllu
Það er óhætt að segja að Talsmaður neytenda sé með puttana í öllu sem honum dettur í hug. Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi.
Mér er eiginlega farið að finnast hann mega slaka aðeins á klónni. Ég sé ekki alveg hvaða hagsmunum afskipti í svo miklum mæli þjóna.
Talsmaður neytenda ávítar ljósmyndastofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2008 | 09:48
Meðallaun upp á 7 milljónir!
Er ég sá eini sem finnst þetta óheyrilega há laun? Það gera tæpar 600 þúsund krónur á mánuði - að meðaltali. Það er um 400 þúsund krónur eftir skatt! Það má gera ýmislegt fyrir svoleiðis summur.
Segir rangt farið með um uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2008 | 12:41
Ég græt það ekki
Bankafólk er á síðustu 3 árum búið að vaða uppi um allt, látandi eins og það eigi heiminn, jafnvel þótt hann sé aðeins keyptur út á krít. Ég skal bara segja eins og er - mér finnst allt í lagi þótt fólki í bankageiranum fækki aðeins. Það er þá í það minnsta viðbúið að þenslan minnki ögn við það að mestu eyðsluseggirnir hafi aðeins minna milli handanna.
Allt að 200 missa vinnu við samruna SPRON og Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2008 | 13:26
Easy come, easy go
Ég held nú að við því hafi verið að búast að stórkostleg fjölgun starfsmanna innan þessa tiltekna atvinnugeira myndi ganga til baka. Sér í lagi þegar sama fólkið þiggur gull og græna skóga í laun fyrir vinnu sína.
Ég vona hreinlega að fækkun starfsfólks í bönkunum verði til þess að jöfnuður í þjóðfélaginu fari að aukast á ný. Kannski að Range Roverunum fækki núna eitthvað á götunum. Ég myndi ekki gráta það.
Bankastarfsmenn uggandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2008 | 11:48
Olía á verðbólgubálið
Skýrt dæmi um skort á aðhaldi sem mun bitna á húsnæðislánum okkar allra innan hálfs árs.
Ríkið kemur að greiðslu húsaleigubóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2008 | 20:48
Enda allir í Cannes að slaka á!
Hverju búast menn svo sem við? Ætla menn að fara að gráta það að Standard & Poors lítist ekki á blikuna þegar starfsmenn úr heilli deild skella sér bara í sólarlandaferð á 100-þúsund-króna-hóteli-nóttin í viku, þegar lífið liggur við?!
Ef S&P eru neikvæðir þýðir náttúrlega ekkert að gráta Björn bónda heldur safna liði og vinna vinnuna sína. Svei mér þá, fyrir mér horfir þetta þannig við að menn séu bara að súpa dreggjarnar af nýliðnu góðæri og eyða síðustu krónum þeirra sem borga brúsann, viðskiptavinanna - í frönsk kampavín og franskar ostrur.
Verði þeim að góðu. Ég verð hér heima og sýp saltan sjó og ét það sem úti frýs. Á meðan vextirnir af húsnæðisláninu hækka.
Lánshæfiseinkunn Glitnis lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2008 | 10:14
Gott á þá.
Danska banka vantar peninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2008 | 09:43
Dæmigert fyrir lögregluna
Alveg gat maður sagt sér það sjálfur að lögreglan væri of upptekin við að sekta fólk fyrir að leggja ólöglega til þess að koma fólki til aðstoðar sem þarfnaðist virkilega hjálpar hennar.
Hefur þessi staða komið upp oftar en einu sinni hjá a.m.k. tveimur nánum ættingjum mínum. Þegar fólk neyðist til að brjóta umferðarlög af einhverjum ástæðum er lögreglan hins vegar strax komin á staðinn og búin að skella andlitinu á fólki á forsíðu mbl.is. ÞÁ STENDUR EKKI Á VIÐBRÖGÐUNUM!
Getur verið að lögreglan láti sig varða slík smávægileg umferðarlagabrot vegna þess að fyrir brot á þeim má krefja ökumenn um sektir sem renna beint til sveitarfélagsins? Og að hún láti sig litilu varða brot á almennum hegningarlögum og sérrefsilögum vegna þess að sektir vegna brota á slíkum lagabálkum renna til ríkissjóðs?
Hér þarf að breyta um áherslur og það strax. Það sjá allir sem vilja sjá.
Barði vagninn að utan og jós svívirðingum yfir bílstjórann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2008 | 14:59
Þar hafið þið það, reykingafólk
Ég vísa til fyrri skrifa minna um reykingar á skemmtistöðum. Mér sýnist 72% þjóðarinnar vera sammála mér um það að reykingar ættu að vera gerðar útlægar af öllum opinberum stöðum, sama hvort um sérstakan reykingakamar er að ræða eða sjálft veitingarýmið.
Ánægja með reykingabann á veitingahúsum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar