Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
23.7.2008 | 09:48
Meðallaun upp á 7 milljónir!
Er ég sá eini sem finnst þetta óheyrilega há laun? Það gera tæpar 600 þúsund krónur á mánuði - að meðaltali. Það er um 400 þúsund krónur eftir skatt! Það má gera ýmislegt fyrir svoleiðis summur.
Segir rangt farið með um uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2008 | 12:41
Ég græt það ekki
Bankafólk er á síðustu 3 árum búið að vaða uppi um allt, látandi eins og það eigi heiminn, jafnvel þótt hann sé aðeins keyptur út á krít. Ég skal bara segja eins og er - mér finnst allt í lagi þótt fólki í bankageiranum fækki aðeins. Það er þá í það minnsta viðbúið að þenslan minnki ögn við það að mestu eyðsluseggirnir hafi aðeins minna milli handanna.
Allt að 200 missa vinnu við samruna SPRON og Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |