Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
4.2.2008 | 11:25
Peningarnir verndaðir en ekki fólkið
Það er staðreynd að svokallaðir neyðarhnappar í bönkum og verslunum eru settir upp í þeim tilgangi að koma hugsanlegum ræningjum út úr versluninni/bankanum sem fyrst, til þess að þeir hafi minni tíma en ella til að sanka að sér fjármunum til að hafa á brott með sér.
Það er hins vegar nægur tími fyrir ódæðismennina að ganga í skrokk á einhverjum óheppnum starfsmanni áður en haldið er á brott. Neyðarhnapparnir kunna ennfremur að espa upp glæpamennina, sem setur starfsfólkið í meiri hættu en annars. Því segi ég það mikið ábyrgðarleysi að ætlast til þess af starfsfólki sínu að ýtt sé á fælingarhnappana til þess eins að vernda fáeinar krónur og aura og setja sjálft sig í stórhættu í staðinn.
Þeir sem taka ákvörðun um að setja upp slíka hnappa eru auk þess á þreföldum launum þeirra sem þurfa síðan að ýta á þá.
![]() |
Viðbrögð gjaldkera hárrétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2008 | 11:01
Eignatengsl Moggans og Nova skýrast
Þetta er nú það ósvífnasta sem ég hef séð lengi í fjölmiðlum. Mig langar til að vekja athygli á því að Mogginn er nú í meirihlutaeigu Novator, sem á farsímafélagið Nova.
Er svona "óháð" fréttaumfjöllun ekki í það minnsta virðisaukaskattskyld fyrir Nova?
![]() |
Tilboð á áskrift og 3G símum hjá Nova |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar