8.2.2008 | 15:29
Vilhjálmur heldur velli!
Mikið lifandi skelfingar ósköp er ég stoltur af honum Vilhjálmi. Hann er heldur betur búinn að standa af sér eitt stærsta pólitíska slagviðri í manna minnum. Ekki aðeins reis hann aftur úr öskustónni og kemur tvíefldur til leiks í borgarstjórn, heldur kveður hann núna fréttamenn í kútinn með þessu nýjasta útspili sínu. Vilhjálmur á enn mikið inni!
Yfirlýsing frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
tjah... er það?
Sævar (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 15:44
Já, tvímælalaust. Það er ekki hægt að fella dóm á vinnu Sjálfstæðismanna í Reykjavík einungis af þeim stutta tíma sem þeir fengu að sitja við stjórn - áður en R-listinn fékk heimþrá þ.e.a.s.
Það sést t.d. ágætlega á því að fjárhagsstaða borgarinnar snarbatnaði eftir þetta rúma ár sem Vilhjálmur stjórnaði henni. Það er bara byrjunin vinur minn.
Þingmaður, 8.2.2008 kl. 15:52
Hvaða velli heldur Vilhjálmur ... flugvelli? ... mesti lýðskrumari íslenskra stjórnmála fyrr og síðar að Davíð Oddsyni undanskildum ... munurinn er bara sá að Davíð er svo miklu miklu greindari..
Davíð (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 16:03
Hvers vegna eru vinstrimenn alltaf algjört skítapakk, sem kemur ekkert við hver sannleikurinn er hverju sinni. Þeir þola ekki stjórnmálamenn og aðra sem hafa hugarfar sigurvegarans, eins og Vilhjálmur Þ. V., hefur.
Sigurbjörn Friðriksson, 8.2.2008 kl. 17:10
Aldrei að fagna of snemma, því líklega (því enginn man neitt) er þetta Hjörleifur Kvaran forstjóri OR sem sagði þetta kannski(hann man það ekki(enda mjög óeftirminnilegt trúlega að segja einhverjum að hann sé hæfur til að gera eithvað)) og er það ekki einsog að spyrja samherja sinn í fótbolta hvort maður sé nokkuð grófur leikmaður.
Og hefur fyrrverandi borgarlögmaður einhverja lögsögu í málefnum borgarinnar. Ekki hef ég neina lögsögu í félaginu sem ég var formaður í menntaskóla lengur, en kannski miðað við þetta þá get ég það.
Ragnar Ríkharðsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 18:58
Ljóst er fyrir hvaða flokk þú ert "fyrrverandi" fyrir.
Halla Rut , 9.2.2008 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.