7.2.2008 | 09:21
Eru viðbragðsaðilar að bregðast fólki?
Vegurinn til og frá Reykjavík til austurs er sum sé lokaður. Enginn kemst úr borginni nema hann ætli norður eða vestur. Höfuðborginni. Nú er ég að velta einu fyrir mér. Fjöldinn allur af viðbragðsaðilum er til taks í neyðartilfellum sem þessum:
1. Vegagerðin.
2. Bæjarstarfsmenn
3. Hjálparsveitirnar.
4. Slökkviliðið
5. Lögreglan.
Allir þessir aðilar ættu að geta látið til sín taka þegar almennir borgarar þurfa á hjálp að halda. Þegar aðkoman að sjálfri höfuðborginni er hreinlega lokuð, hvers vegna gerir enginn neitt? Er það ekki nægileg röskun á samgöngum og lífi fólks að vera strandað í bænum og komast hvergi? Eða að vera strandað í Hveragerði og komast ekki heim til sín? Nú spyr ég náttúrlega eins og versti karlfauskur, en í hvað eru skattpeningarnir eiginlega að fara?
Þrengslin og Hellisheiði lokuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
1. Vegagerðin er á fullu að moka og reyna opna.
2. Bæjarstarfsmenn eiga bara að moka innanbæjar en ekki utan.
3. Það er búið að kalla út hjálparsveitirnar sem að eru sjálfboðaliðasamtök (ekki skattpeningar) fólks sem hættir í vinnunni sinni til að hjálpa öðrum. En þeir eiga ekki að sinna því hlutverki að draga fólk yfir heiðarnar. Þeir losa jú bíla en þar sem að búið er að loka þá sinna þeir því að ferja þá sem að eru fastir í bílunum í öruggt skjól þar til að búið er að moka.
4.Slökkviliðið sér ekki um að moka heiðarnar. Þeir bara koma að slysum á heiðunum og klippa fólk út.
5. Lögreglan sér svo um að sjá til þess að fólk virði þær lokanir sem að búið er að setja í gang.
Allir þessir viðbragðsaðilar eru að sinna sínu hlutverki í þessum töluðu orðum eins vel og hægt er :-)
Jeppakallinn (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 09:34
Ömurlegt hjá þér "jeppakall" að geta ekki skrifað þessa færslu undir nafni. Hraunar yfir skoðanir þingmannsins og ritar svo eitthvað grín undir. Það er skítalykt af þessu.
Kristján Valdimar Hauksson Fleygur (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 10:18
Ég verð nú bara að segja, ég er mjög sammála "Jeppakallinum" hann er hvergi að hrauna yfir neinn.
Ef eitthver er að hrauna yfir eitthvern hérna þá væri það nú þingmaðurinn sem er að segja að eitthvað fólk sé ekki að standa sig.
Þingmaðurinn tók 5 dæmi sem voru ekki rétt, því þetta fólk er að sjá um það sem það á að sjá um.
Jeppakallinn, útskýrði einfaldlega nákvæmlega hvað hverjir eiga að gera.
Katrin (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:43
Hlutverk hjálparsveitanna í þessum tilfellum er ekki að halda heiðinni/þrengslunum opnum. Heldur að aðstoða þá sem að eru komnir í ógöngur, það er í raun og veru ekki skilda þeirra að draga upp og losa bílana þó svo að þær geri það í flest öllum tilfellum. Þær eiga í raun og veru bara að ferja þá sem að eru komnir í ógöngur í öruggt skjól.
Ég er starfandi í Hjálparsveit skáta Hveragerði (er ófrísk get ekki farið í útköll lengur) og hún er búin að vera á heiðinni síðan klukkan 8 í morgun. Ég veit ekki hvernig gengur hjá þeim eða hvað er mikið að gera.
Ég spyr. Hvað þarf fólk að ferðast mikið í svona veðri?
Hjálparsveitin fylgir sjúkrabílnum alltaf yfir heiðinna ef að þess þarf í veðri sem þessu þannig að það er ekki vandamál.
En einnig langar mér að taka fram að vírgirðingin sem að er á 2+1 kaflanum tefur mjög mikið björgunarstarf, bæði þegar draga þarf bíla, þegar slys eiga sér stað og einnig sjúkraflutninga. (þetta er allavega mín skoðun, er á móti 2+1 vegi)
Ég vona að þetta svari eithverju um Hjálparsveitirnar, ég get ekki fullyrt eitt né neitt um hina aðilana.
Kv Kittý
Kittý Sveins, 7.2.2008 kl. 11:44
Kristján ég ætla að vona að þetta sé grín hjá þér. Að drulla yfir "Jeppakallinn" því hann leiðréttir allt sem einhver vitlaus þingmaður sagði sem neitar að koma undir nafni.
Og þú sem þingmaður, ættirðu ekki að vita að almannavarnir í landinu séu mjög öflugar og í tilvikum sem þessum að þá eru allir viðbraðgsaðilar ræstir út?
Ármann (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:57
Já, þetta var reyndar hálfgert grín hjá mér. Jeppakallinn hefur alveg jafn mikinn rétt og þingmaður til að koma ekki fram undir nafni. Björgunarsveitirnar eru líka góðar en ég hata lögguna út af ástæðum sem koma þessu máli líklega ekki við. Takk fyrir leiðréttingarnar. Ég er samt mjög ósammála Katrínu sem segir að þessir aðilar séu að sjá um hluti sem fólk eigi að sjá um sjálft. Er ekki í lagi heima hjá þér?
Já já, ekkert mál, ég kem til þín, ég þarf bara að leigja nokkrar gröfur fyrst og þrjátíu pólverja í vinnu við að SKAFA VEGINN.
Sjitt hvað sumir eru heimskir!
Kristján Valdimar (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.