6.2.2008 | 10:39
Þar búa engir hippar eða aðrir mótmælendur
Alveg er ég viss um að þarna úti búa ekki hippar sem kippa sér upp við það að gæði landsins verði nýtt íbúum þess til hagsbóta.
Það er annað en hérna heima, þar sem tilfærsla á hverri steinvölu þarf að fara í umhverfismat og ótal umræður á Alþingi, auk þess sem fólk undir tvítugu grætur krókódílatárum yfir auknum hagvexti.
Virkjað fyrir 55 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst þú vera ansi brattur í yfirlýsingagleðinni sem er ekki laus við fordóma og jafnvel fyrirlitningu á skoðunum annarra. Kom það þér kannski í koll í síðustu þingkosningum?
Rétt er að skoða vandlega alla möguleika til röskunar á náttúru áður en endanleg ákvörðun er tekin.
Guðjón Sigþór Jensson, 6.2.2008 kl. 12:09
Varla er hægt að tala um fordóma, þar eð þessum skoðunum hefur nú þegar verið lýst.
Fyrirlitning á slíkum skoðunum er hins vegar réttnefni.
Þingmaður, 6.2.2008 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.