5.2.2008 | 15:57
Hvers vegna kostar enn í göngin?
Eins afkáralegt og þetta hljómar finnst mér þetta prýðisframtak hjá þessum ökumanni og dæmi um borgaralega óhlýðni sem ég get vel hugsað mér að taka sjálfur upp. Ég man ekki betur en að gjaldtaka um göngin hafi átt að leggjast af þegar fjárfestingin hefði verið greidd upp. Nú hefur fjárfestingin borgað sig. Hvers vegna kostar þá enn í göngin?
![]() |
Ók 40 sinnum um Hvalfjarðargöng án þess að borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
er ekki verið að tala um að göngin muni ekki anna umferð eftir nokkur ár? og planið sé þá að byggja ný göng, ætli þetta sé ekki bara fjármagnsleið
Hreinsi (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:07
Sæll þingmaður. Ég var að sjá að þú ert með eitt vinsælasta bloggið á Íslandi þessa dagana. Allavega á topp10 yfir mest lesnu moggabloggin. Til hamingju með það.
Eyvindur Einar Óskarsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:08
Þnigmaður er heimskur. Ætlar að keyra fullur í gegnum gönginn útaf því það er borgaravæn óhlýðni.
???? ;(
LáKi (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:16
Sæll Eyvindur. Það er gaman að heyra. Hvar getur maður séð það?
Þingmaður, 5.2.2008 kl. 16:23
Þetta er hárrétt hjá þér. Fáránlegt að maður þurfi að borga þegar þetta er löngu búið að borga sig upp. Ímyndið ykkur draumaatvinnustarfsemi.
Helvíti gott fyrirtæki. Einu útgjöldin eru launakostnaður til starfsmanna sem hafa þann starfa að RUKKA nánast hvern einasta Íslending um 800 kall oft á ári!!!
Glæsilegt að benda á þetta.
EN. Að öðru mikilvægara. Nú hef ég heyrt fyrir víst að Þingmaðurinn viti einnig ýmislegt um hitaveituskandalinn í Þorlákshöfn.
Það er nefnilega eitt kæri þingmaður. Þú ert yfirleitt með mikil gullkorn hérna á síðunni, en ég sé þig sjaldan benda á neitt nýtt. Þ.e. hver einasta (já hver ein og einasta) færsla inn á þessu bloggi er tengd við frétt inn á mbl.is, þ.e. þú ert mest með skoðanir á fréttum sem hafa þegar komið upp á yfirborðið.
Hvernig væri nú að "skúbba" einhverju feitu pólitísku máli?????
Ég veit að þú veist t.d. allt um vottorðamálið. Bara svona til að nefna dæmi. Hvernig er það? Ertu hræddur við að særa einhvern????
P.s. þú veist örugglega hver ég er, en ég ákvað að skrifa þetta undir dulnefni ;)
Glymur í Tunnu (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:24
Þú ferð bara á mbl.is forsíðuna, skrunar aðeins niður og þar sérðu ramma með "blog.is" og yfir honum er spalti þar sem þú velur "vinsæl blogg" og þar eru 10 blogg í engri sérstakri röð sýnist mér, og þingmaður eitt af þeim.
Síðan þín er frábær. Hér eru mörg hitamál krufin almennilega. En ég væri samt líka til í að sjá meira af "skúbbi" eins og Glymur í Tunnu bendir á. Hvað finnst þér um það?
Kv. Eyvindur
Eyvindur Einar Óskarsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:27
Já en Sólberg. Þú heyrir hvað þingmaðurinn er að segja. Hann segir að það hafi átt að hætta að rukka þegar þau væru búin að borga sig upp. Og þau eru búin að borga sig upp. Þingmaðurinn ætti að vita þetta. Hann var einn af þeim sem samþykkti þetta á sínum tíma ekki rétt?
Ókei. Ég veit að þingmaðurinn á að svara fyrir þetta dæmi hérna, en ég vildi bara benda þér á þetta Sólberg að "þú manst ekki betur" en þingmaðurnin vann við þetta og hlýtur að vita þetta, búinn að gera sér-bloggfærslu um þetta o.s.frv.
Eyvindur Einar Óskarsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:40
Þingmaðurinn er ekki vel upplýstur. Legg til að hann annað hvort spjalli við Kristján Möller eða lesi þennan pistil http://www.athygli.is/Index/Frettir/Nanar/824
Véfréttin (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.