5.2.2008 | 14:04
Takk, bankafólk.
Þökkum spákaupmönnunum fyrir þessa hörmulegu þróun.
Þökkum spákaupmönnunum jafnframt fyrir styrkingu krónunnar og þar með hnignun sjávarútvegsins og hörmulega þróun í landsbyggðarmálum samfara henni.
Þökkum spákaupmönnunum og bankafólkinu fyrir að stuðla að óðaverðbólgu og þenslu með tilheyrandi vexti verðtryggðra lána sem tekin hafa verið í bönkunum. Þökkum bankafólkinu ennfremur fyrir að keyra upp verð á húsnæði, viðhaldi húsnæðis sem og fasteignagjöldin.
Takk fyrir þetta, frumkvöðlar og forvígismenn nýja hagkerfisins.
Raungengið ekki lægra í heilt ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú hlýtur að vera að grínast? Þessi síða hlýtur að vera grín. Fyrir utan hversu sjúklega veruleikafirrtur þessi pistill "þingmannsins" fyrrverandi er efnislega, þá má ég til með að byrja að finna aðeins að stílnum.
Sko. Þetta trix þitt að "þakka" fyrir það sem aflaga fer, heitir innan stílfræðinnar "paradox in maetum" og er einstaklega barnalegt og óþroskað. Paradox in maetum er ótrúlega oft notað af þeim sem eru í bullandi vörn og sjá ekkert betra í stöðunni en að snúa henni upp í "lose/lose situation". Sbr. t.d. að segja: "Það er enginn hætta á öðru en að hér muni koma upp alvarleg vandamál vegna útlendinga". Með því er hlutunum snúið þannig upp að "hættan" myndi einkum felast í því að hafa engin vandamál. Það er afar einkennilegt að hlýða á rök sett fram með svona stílbrögðum og þess vegna kraumar pirringurinn oft í okkur þegar við heyrum svona.
En þetta er sem sagt ástæðan, "paradox in maetum".
En þá skulum við snúa okkur að efni pistilsins sem er einnig áhugavert, en þó kannski fyrst og fremst pirrandi.
Í pistlinum býr "þingmaðurinn" til uppgerðan andstæðing sem hann nefnir í einu orði "bankafólk" og skellir miklum skuldum á þennan andstæðing. Tilefnið er að raungengi íslensku krónunnar hefur lækkað frá því í janúar 2007. Þá kennir þingmaður andstæðingnum um afturhvarf frá gömlum atvinnuháttum og slæmu gengi landsbyggðarinnar.
Ef það er eitthvað hægt að skilja út úr pistli þingmannsins er það helst að Íslendingar hefðu átt að halda sig við atvinnuhætti 9. áratugarins, þ.e. hæfilega blöndu af sjávarútvegi, ríkisstyrktum landbúnaði ásamt þjónustustörfum með dashi af nokkrum misheppnuðum útflutningsævintýrum eins og 1. kynslóðar vatnsúflutningi og útflutningi á ullarafurðum. Það væri líka mjög í samræmi við stöðu hans sem fyrrverandi þingmanns.
Í þessu samhengi er vert að benda "þingamanninum á eftirtalin atriði".
1) Raungengi íslensku krónunnar hefur líklega átta-faldast frá árinu 1985. Taktu eftir "raun"gengi. Skamm bankafólk, sem BTW er hvort eð er á móti íslensku krónunni sem gjaldmiðli swiss tveir.
2) Í ljósi þess að færslan fjallar um lækkun "raungengis" finnst mér meira en lítið asnalegt að tala um uppkeyrslu á viðhaldsverðum og fasteignagjöldum sem allir menn sem hafa snefil af efnahagsþekkingu vita að eru hlutfallslega miklu lægri miðað við launavísitölu heldur en t.d. 1985, eða 1991 eða í raun hvenær sem er. Að raungildi hafa þessir hlutir aldrei verið jafn ódýrir.
3) Og varðandi húsnæðisverðið...sem er einnig fyndið að nefna í samhengi við raungengi krónunnar. Húsnæðisverð hefur hækkað vegna þess að bankar fengu leyfi til að veita lán til íbúðarkaupa. Fengu leyfi í settum lögum alþingis. Það er eina ástæðan. Kenndu frekar fyrrverandi samstarfsmönnum um þetta, ef þú vilt endilega kenna einhverjum um. Það væri hægt að halda langan pistil um það að hækkun húsnæðisverðs sé alls ekkert slæm, en ég nenni því ekki, enda myndir þú hvort eð er ekkert skilja hann kæri þingmaður.
Jóhann G. (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 14:57
Það er einkennilegt að fá kennslu í stílfræði frá manni kann augljóslega ekki að tjá sig öðruvísi en með því að hreyta ónotum í þá sem kunna að vera ósammála honum í skoðunum. Er einnig fremur sérstakt að sitja undir ásökunum um að vera í vörn frá manni sem gæti, af skrifum hans að dæma, verið sjálfur Ólafur F. Magnússon sveittur við lyklaborðið.
Hvað varðar annars athugasemdir herramannsins sem kaus að opinbera fávisku sína um efnahagslífið með svo fjálglegum hætti er annars þetta að segja:
1. Raungengi krónunnar árið 1985 kemur málinu nákvæmlega ekkert við í þessu samhengi. Væri rétt eins hægt að bera gengi bankans Societe General frá því í fyrra saman við gengi hans í dag. Er enda fremur ósanngjarnt að bera gengi íslensku krónunnar aðeins tveimur árum eftir að Alþýðuflokkurinn lét af völdum saman við raungengi hennar í dag.
2. Það er hreint út sagt fráleitt að blanda launavísitölu dagsins í dag inn í myndina. Það vita allir að kaupmáttur ca. 15% landans hefur margfaldast á síðustu 20 árum eða svo (megnið að sjálfsögðu úr bankageiranum) á meðan kaupmáttur hinna 85 prósentanna hefur hér sem næst staðið í stað. Húsnæðisverð hefur að sjálfsögðu margfaldast, þrátt fyrir þetta allt saman og fastakostnaðurinn sömuleiðis. Staðhæfingar um annað eru beinlínis rangar.
3. Hefur húsnæðisverðið hækkað vegna þess að bönkum var heimilað að hækka hámarkslánsfjárhlutfallið? Húsnæðisverðið hækkaði vegna þess að bankarnir hækkuðu lánsfjárhlutfallið - allt með verðtryggðum lánum að sjálfsögðu. Varla myndi bankafólk hlaupa fyrir björg, fengist til þess heimild frá Alþingi?
Þingmaður, 5.2.2008 kl. 15:41
Ég veit það ekki. Rök þingmannsins virka frekar sannfærandi en Jóhann G. virkar eins og meira sexí penni.
Ég ætla alls ekki að halda því fram að þingmaðurinn sé með útúrsnúning, en atriði nr. 3 í síðasta kommenti skil ég alls ekki.
Auk þess er pínu ha ha að halda því fram að launavísitala 85% landsmanna hafi staðið í stað. Hún hefur auðvitað hækkað svakalega hjá öllum en þó í mismiklum mæli.
En eins og ég segi þá held ég að Jóhann G. sé heitur bankafoli en þingmaðurinn sveittur framsóknarmaður í flauelsbuxum sem prumpar í takt við standklukku...þannig að ég held ég taki frekar upp hanskann fyrir Jóhanni G. og flotta pistlinum hans.
Kær kveðja úr Unufellinu, Sigrún :)
Sigrún (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 15:51
Ég vil vekja athygli á því að Sigrún úr Unufellinu og Jóhann G. eru með sömu IP-tölu.
Þingmaður, 5.2.2008 kl. 15:59
Hí á þingmanninn sem prumpar í flauelsbuxurnar sínar. Við erum ekki bara með sömu IP-tölu heldur erum við að ríða núna....þér er ekki boðið ljóti þorskur!!!
Jói og Sigrún (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.