4.2.2008 | 11:25
Peningarnir verndaðir en ekki fólkið
Það er staðreynd að svokallaðir neyðarhnappar í bönkum og verslunum eru settir upp í þeim tilgangi að koma hugsanlegum ræningjum út úr versluninni/bankanum sem fyrst, til þess að þeir hafi minni tíma en ella til að sanka að sér fjármunum til að hafa á brott með sér.
Það er hins vegar nægur tími fyrir ódæðismennina að ganga í skrokk á einhverjum óheppnum starfsmanni áður en haldið er á brott. Neyðarhnapparnir kunna ennfremur að espa upp glæpamennina, sem setur starfsfólkið í meiri hættu en annars. Því segi ég það mikið ábyrgðarleysi að ætlast til þess af starfsfólki sínu að ýtt sé á fælingarhnappana til þess eins að vernda fáeinar krónur og aura og setja sjálft sig í stórhættu í staðinn.
Þeir sem taka ákvörðun um að setja upp slíka hnappa eru auk þess á þreföldum launum þeirra sem þurfa síðan að ýta á þá.
Viðbrögð gjaldkera hárrétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er alveg sammála, ég vann sem gjaldkeri og okkur var kennt af öryggisfulltrúa að ýta aldrei á hnappinn fyrr en ræninginn væri farinn út. Vegna einmitt þess að ræninginn gæti brugðist illa við og ráðist á starfsfólk.
DJ (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:34
Og hvað ætti það svo að vera sem ætti að hvetja dólginn til að fara út ef ekkert bendir til þess að atburðurinn hafi verið tilkynntur lögreglu??
Auðvitað á að reyna að fá fíflið til að hverfa sem fyrst á braut, með öllum þeim æpandi bjöllum sem tiltækar eru.
Pug (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:51
Ég vann sem gjaldkeri í sumarvinnu og um sumarið var haldið gott og mikið öryggisnámskeið. Þar var okkur kennt að vera ekki að reyna að ýta á þennan hnapp, þar sem það gæti æst ræningjann upp (maður veit aldrei í hvernig ástandi þeir eru, en oft eru þeir undir áhrifum vímuefna). Það mikilvægasta væri að fara bara þegjandi og hljóðalaust eftir fyrirmælum ræningjans og koma honum þannig sem fyrst út úr bankanum... semsagt vernda starfsfólk og viðskiptavini.
Ásthildur Gunnarsdóttir, 4.2.2008 kl. 11:53
Hvers vegna eru ekki hljóðlaus hnappur þá sem hringir til lögreglu en styggir ekki ræningjann?
Steinar (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 12:00
Hnappurinn er hljóðlaus. Síðan er hægðarleikur fyrir gjaldkerana við hliðina á, eða þjónustufulltrúana í augsýn (sem er oft líka úthlutað svoleiðis hnappi) að ýta á hann. Sjálfur var ég líka gjaldkeri í sumarvinnu.
Kristján Hrannar Pálsson, 4.2.2008 kl. 12:04
Hver sagði að það væri ekki svoleiðis hnappur...
karl (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 12:07
Ég held að það er einhver misskilningur hjá þér þarna. Einsog DJ skrifaði þá eiga starfsmenn að ýta á hnappann eftir að maðurin er farinn út úr versluninni/bankanum. Það var allavega þannig starfsreglur í þeirri verslun sem ég vann.
Krizzi Lindberg, 4.2.2008 kl. 12:26
Dharma: Það sem vantar hér er fyrst og fremst virðing fyrir mannslífum á kostnað endalausrar auðhyggju. Í fréttinni segir að gjaldkerarnir hafi þrýst á viðvörunarhnapp á meðan ræningjarnir voru í bankanum, afhent þeim SÍÐAN peningana og þau viðbrögð lofsömuð.
Hér er pottur brotinn í viðmiðum lögreglunnar og ráðamanna í þessu bankaútibúi.
Þingmaður, 4.2.2008 kl. 12:52
Dharma: hér gætir einhvers misskilnings. Ég er, og hef aldrei verið, jafnaðarmaður. Ég vil að það komi alveg skýrt fram. Hins vegar aðhyllist ég fleiri hluti en frjálst hagkerfi, einkavæðingu auðlinda og heilbrigðiskerfi sem hyglir fleirum en þeim sem geta greitt af tryggingum sínum - ólíkt þér.
Nú vil ég benda þér á að ég kann ákaflega illa við það þegar menn sýna af sér slíkan dónaskap sem þú leyfir þér, rausandi um "slefandi aumingjaskap" við þér eldri og hógværari menn. Af öðrum skrifum þínum að dæma virðist svona orðbragð ekki vera þér samboðið.
Það er alveg merkilegt að menn eins og þú sem horfa á heiminn í gegnum skráargatið úr raðhúsinu sínu í Garðabæinum virðast aldrei eiga annað svar en þau sem kennd eru í hagfræði 101 í fjölbraut. Viðkvæðið er ávallt það að þeir sem eru ósammála þeim um ágæti gífurlegrar auðsöfnunar eru brennimerktir sem sósíalistar eða kommúnistar. Þú hlýtur að sjá það sjálfur að svona hugsanaháttur getur aðeins fleytt mönnum eins og þér takmarkað fram á við.
Þetta var annars útúrdúr, fyrst að þér fannst réttast að skella mér í flokk með sósíalistum, þar sem ég var ósammála notkun aðvörunarkerfis í Glitni. En þar sem þú virðist hafa brennandi áhuga á framþróun þjófavarna get ég til dæmis bent þér á hugsanlegt ágæti hljóðlausrar þjófavarnar í bankanum, í stað þokulúðurs.
Þingmaður, 4.2.2008 kl. 13:53
Varstu Vinstri Grænn eða miðju grænn?
Flokkasvigari?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 4.2.2008 kl. 14:34
Hnappurinn er hljóðlaus, en það var brýnt fyrir starfsfólki að setja sjálft sig ekki í hættu með því að reyna að ýta á hnappinn á meðan ræningi er á staðnum og gæti tekið eftir tilraunum starfsmanna til þess að reyna að ýta á neyðarhnapp. Aðrir starfsmenn en þeir sem ránið beinist að eru hins vegar í betri stöðu til þess að ýta á neyðarhnapp, en það verður að meta hverju sinni hvenær eigi að ýta á hnappinn.
Öryggi starfsmanna er haft í fyrirrúmi.
Ásthildur Gunnarsdóttir, 4.2.2008 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.