4.2.2008 | 11:01
Eignatengsl Moggans og Nova skýrast
Þetta er nú það ósvífnasta sem ég hef séð lengi í fjölmiðlum. Mig langar til að vekja athygli á því að Mogginn er nú í meirihlutaeigu Novator, sem á farsímafélagið Nova.
Er svona "óháð" fréttaumfjöllun ekki í það minnsta virðisaukaskattskyld fyrir Nova?
Tilboð á áskrift og 3G símum hjá Nova | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála því að þetta sé ansi ósvífið. Það er eins og það hafi ekki einu sinni verið reynt að láta þessa "frétt" ekki líta út eins og um auglýsingu væri að ræða.
Finn hins vegar hvergi neitt um að Mogginn sé í (meirihluta)eigu Novators? Samkvæmt http://mbl.is/mm/mogginn/fyrirtaekid/ er eignahaldið á eftirfarandi leið:
Útgáfufélagið Valtýr hf. 20,3%
Ólafsfell ehf. 16,8%
Forsíða ehf. 16,7%
MGM ehf. 16,7%
Garðar Gíslason ehf. 12,7%
Björn Hallgrímsson ehf. 16,7%
Veistu til þess að það séu tengsl milli Novators og þessa félaga, og ef svo er, hvernig þeim er háttað?
Ásgeir Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.