17.1.2008 | 09:43
Óeðlilegt að Neytendasamtökin tjái sig um svona mál
Hér eru samtökin að tjá sig um verð á afþreyingarvöru sem getur engan veginn talist nauðsynleg fólkinu í landinu. Hvers vegna í ósköpunum er formaður Neytendasamtakanna að tjá sig um verðlagningu fyrirtækis á vöru sem fólk þarfnast engan veginn? Ég vil minna á það að Neytendasamtökin hljóta fjárframlög frá ríkinu.
Skattpeningar mínir fara í það að fjármagna gagnrýni samtakanna á verðlag á sjónvarpsþáttaraöð!
Vilji fólk leigja íslenskan gamanþátt á hærra verði en annars staðar, verði því þá að góðu. Neytendasamtökin ættu að hafa sig hæg í svona málum og einbeita sér í staðinn að einhverju sem skiptir í raun máli fyrir fólkið í landinu. Verð á íslenskum gamanþætti skiptir hér um bil engu máli í hinu stóra samhengi og kemur þessum blessuðu samtökum ekkert við.
45% dýrara að leigja en kaupa Næturvaktina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þetta er eimmitt mál sem neytendasamtökin eiga að taka fyrir. ertu ekki að rugla þeim saman við samkeppniseftirlitið? en neytendasamtökin eru óháð samtök sem allir aðilar yfir 16 ára aldri geta skráð sig í.
Stefán þór (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 11:18
Hvað er það nákvæmlega sem er óeðlilegt við þetta, og hvað kemur það ríkinu við ?
Er óeðlilegt að samtök neytenda svari blaðamönnum um neytendamál, bendi neytendum á að skoða verð, og komi svo með athugasemd um að það sé óeðlilegt að það sé dýrara að leigja vöruna í einn sólarhring, en að kaupa hana ?
Jón Gunnar (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 11:39
Ef neytendasamtökin eiga ekki að gera athugasemdir við svona lagað, hverjir þá? Fólk sem leigir af símanum myndir/þætti er kannski ekki að bera saman verð á sambærilegum hlut. Neytendasamtökin eru að benda neytendum á að þarna sé okur. Okurvaktin er mikilvæg hjá Neytendasamtökunum. Bæði gagnvart viðskiptavinum, og ekki síst birgjum. þeir passa betur upp á verðlagningu ef þeir vita að það sé verið að fylgjast með.
joi (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 11:45
Stefán Þór: ég þekki muninn á Samkeppniseftirlitinu og Neytendasamtökunum. Þakka samt ábendinguna.
Jón Gunnar og joi: það er ekkert óeðlilegt við það að Neytendasamtökin bendi á verðmun. Það er hins vegar óeðlilegt að Neytendasamtökin tjái sig opinberlega um það hvort verðlag á afþreyingarvörum á frjálsum markaði sé óeðlilegt eða eðlilegt. Ég býst ekki við að Neytendasamtökin hafi kynnt sér kostnaðarforsendur Skjásins annars vegar og Senu hins vegar og hafa því engar forsendur fyrir því að dæma um hvað sé eðlilegt eða óeðlilegt í þeim efnum. Sér í lagi gildir þetta þegar verið er að meta verð á vörum sem eru ólíkar í eðli sínu, enda þótt efnisinnihaldið sé hið sama. Hér var hins vegar blaðamaðurinn þegar búinn að kanna verðmuninn á vörunum tveimur. Það eina sem Neytendasamtökin höfðu til málanna að leggja í málinu var að verðlagningin væri óeðlileg. Neytendasamtökunum ætti einfaldlega að vera skorinn þrengri stakkur en þetta, hvað varðar opinberar yfirlýsingar samtakanna um verðlag einstaka fyrirtækja - hvaða nafni sem þau nefnast.
Arró:
Ég þykist ekki vera þingmaður. Ég þykist vera fyrrum þingmaður.
Neytendasamtökin eru víst rekin á opinberum fjárframlögum:
"Rekstrarfé Neytendasamtakanna:
· 60% eru félagsgjöld.
· 17% eru tekjur af útgáfustarfsemi.
· 15% eru framlag ríkisins.
· 2% eru framlög sveitarfélaga, aðallega Reykjavíkurborgar .
· 2% eru framlög stéttarfélaga
· 4% eru tekjur af öðrum verkefnum"
http://www.ns.is/neytendasamtokin/innra%5Fstarf/skipulag%5Fog%5Frekstur/
Þingmaður, 17.1.2008 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.