14.1.2008 | 13:10
Svona menn voru kallaðir hippar fyrir nokkrum árum
... og menn, sem leggjast gegn því að aðrir græði á lóðum á kostnað gamalla kofa sem tengjast í besta falli aðeins góðum minningum, ætti með réttu að kalla hippa enn þann dag í dag.
Skyndifriðun beitt á Laugavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 385
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hippi er betri en afturhalds- og niðurrifsmaður
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 14:29
Það eru hipparnir sem eru afturhaldsseggirnir - s.k. niðurrifsmenn eru þá heldur framfarasinnar.
Þingmaður, 14.1.2008 kl. 15:23
Þingmaður, þú veist ekki nokkurn hlut um hippa. Annars er það merkilegt með Íslendinga að þeir skuli kalla það framfarir að tortíma bæði sögu sinni og náttúru. Mikið er ég feginn að vera ekki Íslendingur, það er sannarlega guðsblessun að tilheyra ekki þessari rugluðu þjóð
Gunnar (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 15:42
Hippar + frjálsar ástir = víðsýni
Niðurrifsmenn + afturhald = þraungsýni
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 15:45
það er þröngsýni ekki þraungsýni...
hrefna (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 16:34
Þakka þér Hrefna. Enda kemur bara brenglun út, þegar sett er saman niðurrif og afturhald. Hverar þjóðar skyldi Gunnar vera?
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 17:55
Gunnar er mjög líklega Færeyingur, og ledda Dana !
Ingólfur Þór Guðmundsson, 14.1.2008 kl. 21:51
Guð minn góður, hvílík orðsnilld, hvílík andagift, hvílík sönglist orðanna, að kalla fólk sem sér lengra en geltandi hundur, og sér söguna á bakvið húsin, og upprisu miðbæjarins í anda - HIPPA. Þingmaður verður að blótsyrði ef þú heldur þessari list þinni áfram, að útvarpa þessum sljóa broddi þínum. HIPPAR!! Þú hefur verið hættulegur í ræðustól... Og ég vona að þú sért ekki arkitekt núna, þá ert þú einn af þeim sem teiknar hús í sovét-anda einsog 99% prósent íslenskra arkitekta. Eða alltént malar sem stofuljón ef þú sérð byggingar einsog 17 á Laugaveginum eða Iðuhúsið - hús sem minna helst á bakhliðina á eldavél...
Beggi (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 07:42
Beggi: Notkun kaldhæðni í rökræðum hæfir sjaldan fullorðnu fólki. Er enda líklegast að þú sért á menntaskólaaldri eða í efri bekkjum grunnskóla, sé litið til ofnotkunar þinnar á öfugmælum og myndlíkingum sem halda ekki vatni.
Sem er reyndar ágætt, þar sem það rennir stoðum undir skoðun mína á fólki sem elskar kofa meira en náungann og lætur sér annt um spýtnabrak í stað notagildis; eina fólkið sem vill vernda þessi skrifli er hippar og atvinnulausir menntaskólanemar. Þakka þér fyrir að gera þetta kristaltært.
Þingmaður, 15.1.2008 kl. 10:00
Haha, þú ert rökræðusnillingur, herra fyrrverandi. Greiningar þínar á texta eru svo réttar að ég varð að slá mér á lær - og þú þessi ljómi pontunnar - að geta látið svona fáein orð pússa þinn innri kristal. Mér líður bara einsog ég hafi verið tekinn og dreginn upp í ljósastaur, fundinn sekur um allt sem óprýtt getur einn mann. Og ég heyri réttlætið hrópa upp til mín: HIPPI, ÞÚ ERT HIPPI DINGLUMDANGLIÐ ÞITT. Og svo: MANNTASKÓLANEMI, ATVINNULAUSI MENNTASKÓLANEMINN ÞINN, SEM ELSKAR KOFA MEIRA EN FÓLK. - Og svo er málið á enda. Allt er gott og hreint í hinum rökfúsa heimi hins fullorðna fólks. Lengi lifi orðsins list. Nei, ég var ekki að rökræða, ég var með upphrópanir, en þú þykist vera rökræða. Lestu upphafsræðu þína - og sláðu svo upp orðinu rök og rökræður.
Beggi (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 14:59
Allt í lagi. Ég geri það.
Þingmaður, 15.1.2008 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.