Leita í fréttum mbl.is

Hver borgar fyrir þessi ósköp?

Ég held að það sé morgunljóst að neytendur greiða fyrir svona corporate-óhóf úr eigin vasa, með einum hætti eða öðrum. Það er ágætt að þetta er ekki farið að tíðkast hér á landi.

Fleira var það nú ekki.


mbl.is Nuddaður og klipptur í vinnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er einfaldlega bara búið að reikna það út að það er ódýrara fyrir fyrirtækið að skaffa þessa þjónustu fyrir starfsfólk á vinnu stað í stað þess að starfsmenn séu stanslaust að 'skjótast' á vinnu tíma.

Einnig eykur þetta 'starfsgleði' starfsmanna og þar af leiðandi verða þeir tryggari og afkasta meiri starfsmenn.  Google er líka það fyrirtæki sem best er að vinna hjá sem hjálpar þeim síðan í samkeppni um hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk.

Starfsfólkið er ánægt, Google er ánægt og það kostar þig ekki krónu.

Þess má geta að flest ef ekki öll stærstu tæknifyrirtæki í BNA bjóða upp á svona lagað, einfaldlega vegna þess að það borgar sig.  Starfsmaður þarf aldrei að fara af vinnustað, lágmarka vinnutap, hámarka afköst og ánægju.

Bíð spenntur eftir því að vitleysingarnir hérna á íslandi fara að fatta að það er ekki nóg að borga fólki laun og ætlast til að allir séu ánægðir og vinni meira.

Arnar (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 12:27

2 identicon

Ætli það sé ekki sama fólkið og borgaði þingmannsstólin undir þinn illa þefjandi rass herra fyrrverandi þingmaður! Þér ferst að tala um skattpíningu neytenda!!!

Óliver (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 13:15

3 identicon

jahérna - í fyrsta lagi finnst mér það athyglivert að þú komir fram undir nafninu "Þingmaður".  Finnst þér það svona merkilegt að hafa einhverntíman verið þingmaður? :-)

Það eru einkennileg vinnubrögð að gefa sér allskonar órökstuddar en "morgunljósar" forsendur, kalla það að gera vel við starfsmenn fyrirtækis "corporate óhóf" og draga svo fram einhverja tilbúna niðurstöðu.  En það að klikka svo út með því að segja að það sé ágætt að fyrirtæki á íslandi skuli *ekki* bjóða sínum starfsmönnum upp á slíka þjónustu, það finnst mér einfaldlega fáránlegt.  Kannski er þetta ástæðan fyrir því að þú ert nú *fyrrverandi* þingmaður? hehe

Hvað er annars að því að gera vel við starfsmenn?  Finnst þér að peningurinn ætti frekar að fara í vasa hluthafa?  (af hverju væri það betra?)

Punkturinn er að reka fyrirtæki þar sem vinna hamingjusamir starfsmenn og þar sem eftirsóknarvert er að vinna.

Ef þú virkilega hefur eitthvað fyrir þér í þessum fullyrðingum, skora ég á þig að rökstyðja það en ekki vera bara með einhvern öfundartón.

Ekki Þingmaður (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:32

4 identicon

Já Ekki Þingmaður, hvers vegna ættu nú eiginlega hluthafar að njóta ávaxtanna þegar vel gengur? Hvers vegna ættu þeir sem eiga fyrirtækið og bera hina fjárhagslegu áhættu af rekstrinum að hagnast? Kannski af því að það er meginmarkmið rekstursins? Kannski af því að þeir eiga heimtingu á því og eiga að ráða stefnumótun fyrirtækisins?

Njáll á Hvolnum (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 09:16

5 Smámynd: Þingmaður

Ekki þingmaður: Þú ert óuppdreginn dóni. Að bjóða starfsmönnum upp á nudd á vinnutíma sem hluta af starfskjörunum er að sjálfsögðu óhóf. Veist þú t.d. um marga sem hafa efni á því að fara í nudd einu sinni á dag? Auk þess virðistu ekki vita margt um rekstur fyrirtækja. AÐ SJÁLFSÖGÐU á allur peningur sem verður til af rekstri fyrirtækja að renna til eigenda þeirra, en ekki til verkalýðsins.

Ég skil ekki alveg hvers vegna menn eins og þú eru að tjá sig um málefni sem þeir hafa ekki hundsvit á fyrir opnum tjöldum.

Þingmaður, 30.11.2007 kl. 12:52

6 identicon

Sælir kappar,

Njáll - Hefur þú fylgst með þeirri ávöxtun sem hluthafar Google hafa notið undanfarin ár?  Endilega kíktu á það: http://finance.google.com/finance?client=ob&q=GOOG
Ég er ekki að reyna að snúa út úr því sem þú segir, bara að benda á það að þeir peningar sem fara í nudd og klippingu eru dropi í hafið samanborið við það sem starfsemin (og þ.m.t. starfmenn) er að afla.   Sér í lagi ef þú hefur í huga eftirfarandi (þ.e.a.s. hver raunverulegur kostnaður við klippingu og nudd er og hver borgar - ekki alltaf neytendur eins og Þingmaður heldur fram):

Þingmaður:  Afsakaðu dónaskapinn :)  En ég er hreinlega ekki sammála því að stjórnendur Google séu að gera einhverja vitleysu með því að bjóða starfsmönnum upp á fríðindi þegar vel gengur.  Það er ýmislegt sem þú sjálfur virðist ekki gera þér grein fyrir með rekstur fyrirtækja eins og Google.  Til dæmis er það einfalt reiknisdæmi að sjá hversu mikið það sparar fyrir Google að fá hárgreiðslufólk til að koma til Google og klippa starfsmenn.  Hinn möguleikinn er að allir fari annað í klippingu (flestir gera það nú á vinnutíma eins og þú sjálfsagt veist).  Þarna er um að ræða þúsundir manna og samanburðurinn er sennilega 30 mínútur á móti 1-2 klst per starfsmann.  Sama sagan með nuddið.  Það kemur þér kannski á óvart en nuddið er greitt af tryggingafélögum í flestum tilfellum þar sem það er hluti af tryggingapólisíunni hjá flestum slíkum fyrirtækjum - s.s. réttur starfsmanns (eins og þú veist er heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum ólíkt því sem við eigum að venjast).  Því er það spurning um hagræði að bjóða upp á þá þjónustu á sama stað og starfsmennirnir eru.   Já, og þar sem þú segir mig ekki hafa hundsvit á þessu datt mér í hug að benda þér á að tiltölulega stór hluti "verkalýðsins" eins og þú nefnir starfsmenn Google, eru jafnframt hluthafar.  Hvers er ástæðan fyrir því að fyrirtæki hafa mötuneyti? etc etc.  Ef þú ert frekar á því að það sem Google er að gera sé ekki hvetjandi fyrir starfsmenn, ættirðu einnig að kíkja á gengið í Google undanfarin ár (sjá að ofan).  Þeim gengur ágætlega sýnist mér.  Viðeigandi kannski bara að starfsfólkið sé vel klippt og afslappað ;-)

Ekki Þingmaður (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 00:41

7 identicon

Greinilegt að 'þingmaður' og Njáll skilja ekki hvernig það er að reka fyrirtæki sem á í samkeppni um hæft starfsfólk.  Og skilja það greinilega ekki heldur að ánægður starfsmaður skilar betri afköstum, mætir betur í vinnunna og leggur meira á sig til að skila sínu og rúmlega það.

Auðvitað eiga eigendur að hagnast, en hver segir að þeir geti ekki hagnast meira á því að eyða smá í starfsmennina sína.  Það kostar að græða. 

Arnar (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þingmaður
Þingmaður
Fyrrum þingmaður sem ekki vill láta nafns síns getið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband