28.8.2007 | 14:06
Enn ein vonbrigðin
...sem ættu þó ekki að koma á óvart eftir það sem á undan er komið frá borgarstjórninni á þessu tímabili.
Vil minna á orð Vilhjálms Vilhjálmssonar borgarstjóra frá 18. apríl, daginn sem miðbærinn stóð í ljósum logum: ,,Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði í gær að húsin yrðu endurreist en þær menningarminjar sem hurfu í eldinum í gær eru óbætanlegar og tjónið því gríðarlegt og það blasti við vegfarendum í miðbænum í dag.,, (Heimild: Fréttastofa RÚV, sjá hér: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item151484/).
Ætli við megum þá ekki eiga von á enn einu speglahúsinu þarna á næstunni? Speglahúsi með Nóatúnsverslun og bankaútibúi? Eða N1-bensínstöð?
Reykjavíkurborg kaupir ekki Austurstræti 22 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, ætli það komi ekki speglahús.
Það er líka merkilegt hvað þetta allt hefur tekið langan tíma. Vilhjálmur sagði að húsin myndu verða endurreist sem fyrst. Það er hrikalegt að sjá bæinn svona eins og ruslahaug dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð.
Bjarni Valur (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.