Leita í fréttum mbl.is

Hvar var lögreglan?

Þetta er sem ég hef áður sagt. Væri lögreglan virkari við "eðlilega" löggæslu yrði minna um uppivöðslusaman óþjóðalýð sem gerir almennum borgurum lífið leitt. Það þarf enginn að segja mér það að upp um athæfið hefði komist öllu fyrr hefði lögreglan verið sýnilegri í hverfi þessarar aumingja fjölskyldu. Ég vil taka það fram að ég tel það ekki "eðlilega" löggæslu að planta eftirlitsmyndavélum við Hringbrautina og taka ljósmyndir af ökumönnum sem aka á eðlilegum umferðarhraða á meðan menn sitja í rólegheitum inni á stöð. Ekki orð um það meir.

Ég þarf heldur ekki að fara mörgum orðum um það að fólk hagaði sér ekki eins og óuppdregnir dónar ef það væri ekki upp á klafa eiturlyfjadjöfulsins komið. Hver á að sjá um að halda honum í skefjum? Einhverjar uppástungur? Ég er í það minnsta með eina.


mbl.is Ljót heimkoma fjölskyldu í Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef margt vitlaust lesið um löggæslumál en ég held að þú hafir toppað allt! Þessi færsla sannar sennilega í eitt skipti fyrir öll að þú getur lítið annað verið en alþingismaður!

 

Hvernig átti lögreglan að gera eitt eða neitt í þessu máli?

 

Hvort viltu að borgurum sé skylt að tilkynna til lögreglunnar þegar þeir fara í frí svo að löggan geti fylgst með eignum þeirra EÐA á löggan bara að banka upp hjá öllum daglega – svona til að sannreyna að það séu réttu heimilismenn á staðnum?

 

Hvernig átti lögreglan að vita hverjir eru inni í tilteknu húsi á tilteknum tíma? Ég held að þetta yrði fyrst lögregluríki ef löggan stundaði það að banka upp á kvöldin og heimta að fá að vita hverjir væru í húsinu og lögmæti þeirra til að dvelja þar.

 

Hvað þá ef lögreglan gæti útilokað ákveðið fólk úr ákveðnum hverfum vegna þess að væri „óþjóðalýður”. Á hún að sjá það á útlitinu, litarhætti, fatnaði…? Hvert á þá að senda þennan „óþjóðalýð”? Það eru ekki allir dópistar eða alkoholistar sem bera það utan á sér. Sumir meira að segja vel efnaðir og í góðri stöðu.

 

Á lögreglan kannski að geta sett menn inn? Hætta með þrískiptingu valdsins og sameina í eitt rannsókn og dóm? Þá er stutt í að láta sama aðilann vera böðul líka. Þannig getum við set í hennar hendur það vald að finna þennan „óþjóðalýð” og henda í grjótið. Til fjandans með dómsstóla.

 

Ef ekkert af ofangreindu er framkvæmanlegt þá spyr ég hvernig lögreglan hefði átt að geta gert eitt eða neitt í þesu máli?

GT (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 14:11

2 identicon

Auðvitað er þetta lögreglunni að kenna. Lögreglumenn eru klárlega alveg nógu margir til að sinna "door to door" löggæslu í Garðabænum. Bara láta vita þegar þú ferð í sumarfrí og löggan passar dótið þitt. Bull. Síðast þegar ég gáði eru mörg öryggisgæslufyrirtæki sem sinna þessari gæslu og þeir sem eiga einbýlishús í Garðabæ hafa efni á þeirri þjónustu.

Kannski hefði feimni fyrrum alþingismaðurinn, átt að tryggja lögreglunni eðlilegt starfsumhverfi með nægum fjárveitingum, háu kaupi (tryggt þannig nægilegan fjölda hæfra starfsmanna) og lagasetningum sem hefðu ekki miðað að því að tryggja mannréttindi ógæfufólksins umfram mannréttindi "venjulegs"´fólks?

Þetta er einmitt staðan í dag, kæri nafnlausi fyrrum alþingismaður. Lögreglan hefur ekki nægilega marga hæfa lögreglumenn til að sinna öllum sínum skyldum 100%. Kaupið fælir menn frá í stað þess að laða að. Lagasetningar frá 1991 fram til 2004-5 miðuðust nær allar að því að gera lögreglunni erfiðar um vik að eiga við glæpamenn. Mannréttindi glæpamanna var þema þess tíma. Allar aðgerðir verða tímafrekari og flóknari viðfangs. Hverjum bitnar þetta á? Jú venjulegu fólki sem reiðir sig á vernd lögreglunnar.

Jú vissulega verður að vernda glæpamennina frá mannréttindabrotum. En það hefði kannski mátt tryggja þá meðfram þessum lagasetningum að lögreglan gæti sinnt öllum sínum skyldum, sem eru fjölmargar og sumar flóknar. Það var ekki gert. Björn Bjarna er fyrsti alþingismaðurinn sem sýnir tilburði í rétta átt.

 mbk

Runólfur

Runólfur Þórhallson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 14:15

3 identicon

Já, seint hef ég séð jafn gáfulegt svar og hann Runólfur hérna kom með!!

 Kannski hefði feimni fyrrum alþingismaðurinn, átt að tryggja lögreglunni eðlilegt starfsumhverfi með nægum fjárveitingum, háu kaupi (tryggt þannig nægilegan fjölda hæfra starfsmanna) og lagasetningum sem hefðu ekki miðað að því að tryggja mannréttindi ógæfufólksins umfram mannréttindi "venjulegs"´fólks?

Þú ættir að vera á þingi, mér finnst fátt þarfara en að laga þetta.. og veit ég hvað ég syng í þessum efnum, það eru lögreglu menn og fangaverðir á báða bóga í mínum kunningja hópi. 

Steinn Vignir Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 14:44

4 Smámynd: Þingmaður

Mér, sem ykkur, er náttúrlega frjálst að hafa skoðanir á þessu eins og öðru.

Getur verið að þið, GT og Runólfur, séuð báðir lögreglumenn?

Annars þýðir lítið að skammast út í mig, ég fékk aldrei að segja mikið um þessi mál meðan ég vann.

Þingmaður, 28.8.2007 kl. 14:58

5 identicon

Þú hlýtur að vera að fíflast??? hvernig átti lögreglan að vita hvort að þetta fólk byggi þarna eða ekki? ..það væri nú helst að nágrannarnir myndu taka eftir því og láta lögregluna vita..sem ég er nokkuð viss um að myndi þá sinna því erindi og athuga málið.

 Hvað heldur þú eiginlega að séu margir lögregluþjónar á hverri vakt á höfuðborgarsvæðinu? einn fyrir hvert hverfi?? NEi ekki alveg.. það eru um 20 lögregluþjónar á vakt í senn..á ÖLLU höfuðborgarsvæðinu!!! kannski ekki alveg nógu fjölmennir til að sinna einnig persónulegri öryggisþjónustu fyrir einstaklinga til viðbótar við öll þau fjölmörgu verkefni sem hún sinnir nú þegar.

 Og hvað hraða-eftirlitsmyndavélarnar varðar þá eru þær ekki að mynda þá sem aka á löglegum hraða heldur þá sem keyra á ólöglegum hraða. 

María (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 16:20

6 Smámynd: Linda

Þú spyrð hvar var lögreglan, gott og vel, ekkert að þeirri spurningu.  Enn hvar voru nágrannarnir, hvers vegna tóku þeir ekki eftir að ekki var allt með feldu.  Hefur fólk ekki íhugað að fylgjast með fyrir nágrana sína.  Ég held að það sé löngu tími komi til þess að nágranar fari að tala saman, viti hver þeir eru og hvenær þeir eru heima.  Ekki til þess að njósna heldur til þess að standa vörð um heimilin okkar.  Hvernig væri að koma á "neigborhood watch" hér!  Ekki veitir af. 

Linda, 28.8.2007 kl. 16:57

7 identicon

Já þetta er nákvæmlega það sem ég hugsaði Linda hvar voru nágrannarnir!!!!, ég læt mína alltaf vita ef að ég er að fara í ferðalag og öfugt. Svoleiðis á það að vera.

Hrabba (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 17:21

8 identicon

Ég skil annars ástæðu nafnleyndarinnar... 

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 17:47

9 identicon

Það vitlausasta sem hægt væri að gera væri að láta nágrannana vita að maður yrði fjarverandi í tiltekinn tíma. Þá fyrst væri öruggt að óboðnir gestir gerðu sér glaðan dag í kotinu, svæfu í hjónarúminu, ætu upp úr frystikistunni og færu burt með allt steini léttara.

Vonandi verðandi þingmaður (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 20:13

10 identicon

Þá hljóta það að vera skítanágrannar hjá þér...Allavega spyr ég sömu spurningu og margir aðrir, hvar voru nágrannarnir??

Mínir myndu ábyggilega ekki tilkynna tómt húsið mitt undir slík athæfi!

Annars mæli ég með því að fólk fái sér góða þjófavörn gegn slíkum soralýð sem þessum sem brutust inn á heimili þessa fólks.

Ólöf (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þingmaður
Þingmaður
Fyrrum þingmaður sem ekki vill láta nafns síns getið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband